Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1906, Page 3

Skírnir - 01.01.1906, Page 3
Skírnir. Kristján konungur IX. 3 son sinn Nikulás Rússakeisara II fvrir ættarhöfuð, og að leita varð á sinni tíð afsals Rússakeisara á erfðarétti til Holsetalands til handa Kristjám Lukkuborgarprins, er rikiserfðin gekk til hans. Vilhjálmur hertogi var fríður maður og hermannlegur, hið mesta prúðmenni, hygginn maður og réttsýnn, og i ýmsum greinum frjálslyndari en þá var títt um tignar- menn, er efst var á baugi »orð að laga í öllu og gerðir, eins og líki Metterníki«. Kona hans hét Lovísa, landgreifa- dóttir frá Hessen, en dótturdóttir Friðriks Danakonungs flmta. Börn þeirra Vilhjálms hertoga og Lovísu voru 9 að tölu og er enn á lífl yngsti sonurinn Hans prins, áttræður. Af börnunum var Kristján prins 6. í röðinni, 3 bræður eldri. Hertogahjónin voru fremur fátæk, en börnin fengu hið bezta uppeldi. Vilhjálmur hertogi kemst svo að orði i bréfl til kunningja síns urn uppeldi barnanna: »Eg hefi harðan aga á drengjum mínum, til þess að þeim lærist hlýðni, og ekki gleymi ég heldur hinu, að þeir fái rétta sjón á því, hvers nýi tíminn krefst af mönnum«. Heimili þeirra hjóna var eins og við mátti búast þýzkt, og sjálfsagt ekki önnur tunga töluð en þýzka. En Vil- hjálmur hertogi var eigi að síður tryggur vin Danakonungs og unni samþegnum sínum Dönum. Það var og svo yfirleitt fram yfir aldamótin, að þegnar Danakonunga af þýzku þjóðerni og mælandi á þýzka tungu báru sarna ræktarhuga til konungs og ríkis og Danir sjálflr. Það var fyrst í frelsisstríðinu gegn Napóleon að þýzka þjóðernis- tilfinningin vaknaði, og sló þá óhug á þýzka þegna Dana- konungs, að ríkið skyldi vera í bandalagi við kúgarann og ofbeldismanninn, sem bræðurnir fyrir sunnan landa- mærin voru að reka af höndum sér. Við júlíbyltinguna 1830 magnaðist svo hin þjóðlega vakning í Hertoga- dæmunum, og aldan rís gegn dönsku yfirráðunum. Lovísa móðir Kristjáns konungs níunda lifði bónda sinn um 36 ár, og andaðist suður á Þýzkalandi hjá dóttur sinni, og stóðu synir hennar 6 yfir moldum hennar, og hvíla þau hjón í Slésvíkur dómkirkju. 1

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.