Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.01.1906, Qupperneq 3

Skírnir - 01.01.1906, Qupperneq 3
Skírnir. Kristján konungur IX. 3 son sinn Nikulás Rússakeisara II fvrir ættarhöfuð, og að leita varð á sinni tíð afsals Rússakeisara á erfðarétti til Holsetalands til handa Kristjám Lukkuborgarprins, er rikiserfðin gekk til hans. Vilhjálmur hertogi var fríður maður og hermannlegur, hið mesta prúðmenni, hygginn maður og réttsýnn, og i ýmsum greinum frjálslyndari en þá var títt um tignar- menn, er efst var á baugi »orð að laga í öllu og gerðir, eins og líki Metterníki«. Kona hans hét Lovísa, landgreifa- dóttir frá Hessen, en dótturdóttir Friðriks Danakonungs flmta. Börn þeirra Vilhjálms hertoga og Lovísu voru 9 að tölu og er enn á lífl yngsti sonurinn Hans prins, áttræður. Af börnunum var Kristján prins 6. í röðinni, 3 bræður eldri. Hertogahjónin voru fremur fátæk, en börnin fengu hið bezta uppeldi. Vilhjálmur hertogi kemst svo að orði i bréfl til kunningja síns urn uppeldi barnanna: »Eg hefi harðan aga á drengjum mínum, til þess að þeim lærist hlýðni, og ekki gleymi ég heldur hinu, að þeir fái rétta sjón á því, hvers nýi tíminn krefst af mönnum«. Heimili þeirra hjóna var eins og við mátti búast þýzkt, og sjálfsagt ekki önnur tunga töluð en þýzka. En Vil- hjálmur hertogi var eigi að síður tryggur vin Danakonungs og unni samþegnum sínum Dönum. Það var og svo yfirleitt fram yfir aldamótin, að þegnar Danakonunga af þýzku þjóðerni og mælandi á þýzka tungu báru sarna ræktarhuga til konungs og ríkis og Danir sjálflr. Það var fyrst í frelsisstríðinu gegn Napóleon að þýzka þjóðernis- tilfinningin vaknaði, og sló þá óhug á þýzka þegna Dana- konungs, að ríkið skyldi vera í bandalagi við kúgarann og ofbeldismanninn, sem bræðurnir fyrir sunnan landa- mærin voru að reka af höndum sér. Við júlíbyltinguna 1830 magnaðist svo hin þjóðlega vakning í Hertoga- dæmunum, og aldan rís gegn dönsku yfirráðunum. Lovísa móðir Kristjáns konungs níunda lifði bónda sinn um 36 ár, og andaðist suður á Þýzkalandi hjá dóttur sinni, og stóðu synir hennar 6 yfir moldum hennar, og hvíla þau hjón í Slésvíkur dómkirkju. 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.