Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1906, Page 21

Skírnir - 01.01.1906, Page 21
Skirnir. Skilnaður. 21 En einu sinni var piltur sendur frá Stóradal út að Sólheimakoti. Hann kom aftur um kvöldið með þau tíðindi, að Egill væri farinn að bjóða mönnum skepnur sínar til kaups og ætlaði til Ameríku. Signý gamla sat á rúmi sínu, þegar henni barst fregnin, og fekk svinia, svo hún varð að halla sér út af. Hún reis upp aftur, þegar hún fekk orði upp komið, og mælti: »Þetta er ósatt, Nonni minn. Það er ekki fallegt af þér að vera að fara með annan eins þvætting«. Nonni gat ekki sannara orð talað. Það hafði jafnvel komið til oi'ða, að Nonni keypti eina ána af honum. Nei — þetta var nú heilagur sannleikur, og hann hafði ekkert verið beðinn fyrir að þegja yfir því. Signý fór bráðlega að hátta og breiddi upp yfir höfuð. En þáð varð tií litils. Hún "varð andvaka. Hún velti grindhoruðum líkamanum fram og aftur i rúminu. Og þreytuna lagði um hana alla. En ekki gat liún sofnað. Alt af meiri og meiri þreyta; byrðin alt af þyngri og þyngri. En svefninn kom samt ekki. Hún gat ekki trúað fregninni. Og hún gat ekki heldur rengt hana. Ottinn eins og þung björg. Og endur- minningarnar þutu upp eins og kafgresi milli steina. Sumum brá fyrir eins og stjörnuhrapi á næturhimni. Hver skyldi nú fara að Sólheimakoti? — Hvað gerði það til. Nú átti hún ekkert erindi þangað framar. Nú tók Egill hana aldrei af baki oftar, þegar hún kom í hlaðið með bakverk eftir reiðina. Hún gat aldrei sezt á rúmið hans. Og aldrei séð börnin hans. Og aldrei séð hann sjálfan. -Otrð minn góður! En þetta hlaut að vera einhver vitleysa. Hún gat ekki átt að missa hann svona. Helmingi verra að missa hann svona, en ef hann hefði dáið og farið til guðs. Og við þvi hafði guð hlíft henni, af því að Egill var auga- steinninn hennar, og guð leggur ekki þyngri byrði á nokkurn mann, en hann getur borið.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.