Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1906, Síða 21

Skírnir - 01.01.1906, Síða 21
Skirnir. Skilnaður. 21 En einu sinni var piltur sendur frá Stóradal út að Sólheimakoti. Hann kom aftur um kvöldið með þau tíðindi, að Egill væri farinn að bjóða mönnum skepnur sínar til kaups og ætlaði til Ameríku. Signý gamla sat á rúmi sínu, þegar henni barst fregnin, og fekk svinia, svo hún varð að halla sér út af. Hún reis upp aftur, þegar hún fekk orði upp komið, og mælti: »Þetta er ósatt, Nonni minn. Það er ekki fallegt af þér að vera að fara með annan eins þvætting«. Nonni gat ekki sannara orð talað. Það hafði jafnvel komið til oi'ða, að Nonni keypti eina ána af honum. Nei — þetta var nú heilagur sannleikur, og hann hafði ekkert verið beðinn fyrir að þegja yfir því. Signý fór bráðlega að hátta og breiddi upp yfir höfuð. En þáð varð tií litils. Hún "varð andvaka. Hún velti grindhoruðum líkamanum fram og aftur i rúminu. Og þreytuna lagði um hana alla. En ekki gat liún sofnað. Alt af meiri og meiri þreyta; byrðin alt af þyngri og þyngri. En svefninn kom samt ekki. Hún gat ekki trúað fregninni. Og hún gat ekki heldur rengt hana. Ottinn eins og þung björg. Og endur- minningarnar þutu upp eins og kafgresi milli steina. Sumum brá fyrir eins og stjörnuhrapi á næturhimni. Hver skyldi nú fara að Sólheimakoti? — Hvað gerði það til. Nú átti hún ekkert erindi þangað framar. Nú tók Egill hana aldrei af baki oftar, þegar hún kom í hlaðið með bakverk eftir reiðina. Hún gat aldrei sezt á rúmið hans. Og aldrei séð börnin hans. Og aldrei séð hann sjálfan. -Otrð minn góður! En þetta hlaut að vera einhver vitleysa. Hún gat ekki átt að missa hann svona. Helmingi verra að missa hann svona, en ef hann hefði dáið og farið til guðs. Og við þvi hafði guð hlíft henni, af því að Egill var auga- steinninn hennar, og guð leggur ekki þyngri byrði á nokkurn mann, en hann getur borið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.