Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1906, Page 22

Skírnir - 01.01.1906, Page 22
22 Skilnaður. Skirnir. Nú gat ekki annað verið, en að guð hlífði henni við því að missa Egil til Vesturheims, versta staðarins í allri tilverunni — næst aðsetursstað útskút'aðra manna — þar sein alt var krökt af stórþjófum og ræningjum og mann- drápurum. »Hlifðu mér, guð minn góður! Vægðu mér, drottinn! Taktu ekki frá mér það eina, sem eg á, eins og riki maðurinn í dæmisögunni, sem tók eina lambið frá fátæka manninum! Enginn getur verið fátækari en eg. Og eng- inn er eins auðugur eins og þú«. Og skininn og visinn líkaminn gekk upp og niður af ekka undir ábreiðunni. ^ Hún hafði aldrei grátið út af syni sínuni jáfnbeisklega. Ekki það skiftið, sem það tók hana sárast, að hún var að missa af móður-tökunum a honum. Hún var þá nýlega búin að missa manninn, var viðkvæm fyrir öllu og baslaðist við fátækt í tvíbýli. Egill var þá eitthvað 10 ára og var öllum stundum, sem hann gat, með dreng' á hinu búinu, sem þótti lakari en aðrir drengir í sveitinni. , .. t »Þykir þér svo mikið gaman að vera með honum 01a?« hafði hún sagt við hann, þegar þeir' voru nýbúnir að sýna af sér einn strákskapinn. Egill sat á rúminu, þverúðarfullur, lamdi hælunum í rúmstokkinn og svaraði engu. »Eg vildi, að guð gæfi, að þér þætti mpira gaman að vera hjá mér«. »Hjá þér‘?« Hann sagði þetta í þeim róm, að hún fann,. að í hans augum var það veraldarinnar mesta fjarstæða, að honum gæti þótt gaman að vera hjá henni. . ' Og aftur sagði hami: . »Hjá þér?« Og þá lék röddin svq kuldalega fvrirjijjlega á siðara orðinu, að Signýju fanst hún sjá inn í ti^fipQjnj^-myrkur og r;cktarleysis-auðn inst inni í sál þess sonarins, sem hún elskaði.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.