Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1906, Page 24

Skírnir - 01.01.1906, Page 24
24 Skilnaður. Skirnir.. Og tárin runna ofan eftir skorpnum gamalrnenuis- kinnunum og nudduðust út um alt andlitið, eins og á börnum; og rekkjuvoðirnar urðu blautar; og grátt hár- strýið flæktist framan í andlitinu og varð rennandi. Nú varð guð að liðsinna henni. Hann varð að afstýra þessu. Hún var aumingi, og það var sannarlega ekki gustuk að leggja þetta á hana. Annaðhvort afstýra þessu,. eða lofa henni að deyja áður. Það gat vel verið, að hún gæti einhvern veginn vakað yflr honum í öðru lífi, þó að liann væri í Ameríku. Hún gat þá talað við guð um hann, þegar hún var komin liimnaríkis. En livað átti hún að geta gert hér, nema sáknað og verið síhrædd'? Hún ætlaði að talá vandlega við Egil, þegar hann kæmi næst. Og alt af þafngað: til ætlaði hún að biðja guð um að gefa orðum sínurn kraft. Þetta hlaut að lagást. Og samt vafðist efaþokan utari um trúna eins og dalalæða. Vissuna um bænheyrslu vantaði. Og þegar liún gat loksins sofnað, vissi hún stöðugt af einhverju sorgar-fargi á huga sínum. Egill kom næsta sunnudag. Jafnskjótt og Signý leit framan í son sinn, vissi liún,. að það var satt. Hún vissi ekki, af hverju hún vissi það. Hún vissi það eitt, að nú var ekki um að villast. Hún lét hann setjast hjá sér á rúmið sitt. Fólkið- flutti sig frá þeim, svo þau skyldu geta ta-lað sama'n í einrúmi. »Er það satt?« sagðr búri. »Eg þykist vita, við h’vað þú áttr. — Já, þaö er alveg satt«. Þó að hún væri ekki i nokkurum vafa einu augna- bliki áður, fanst henni einhver ókendur þungi koma yfir sig. »ÆtIarðu ekki að gera það fyrir mig að hætta við- þetta?« sagði Signý gamla klökk. »Nei, það get eg ekki — ekki með nokkuru móti«. Og hann gerði henni grein fyrir ástæðum sínum,. sýndi henni fram á, hve efnahagur sinn væri bágborinn,.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.