Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1906, Side 26

Skírnir - 01.01.1906, Side 26
Skilnaður. Skírnir. 26 hún vissi það líka, að dóttir hennar fann vel til þess, að hún lét móður sína lifa í allsnægtum, og að henni þótti ekki mikil ástæða til þess að ganga af göflunum, þó að bróðir hennar leitaði sér atvinnu annarstaðar, þegar hann gat ekki bjargast í nágrenninu. Dóttir hennar hafði aldrei sagt það. En Signý gamla fann eiminn af hugsunum hennar. Hún hafði ekki við aðra að tala en sjálfa sig Guð hafði þá ekki bænheyrt hana. Hann hafði ekki gefið orðum hennar nokkurn mátt. Hún hafði ekki einu sinni getað neitt sagt. En Egil hafði guð eflt gegn henni. Og Egi'l átti hún að missa. Ekkert undanfæri! Fyrir hvað var guð að hegna henni? Yar það fyrir það, að hún hafði elskað Egil meira en hin börnin? Meira en alt annað á jörðunni? Eða hafði hún ekki elskað hann nógu heitt? »0, drottinn minn góður! Þú vcizt, að eg vildi alt gera fyrir hann. Að eg vildi vaka yflr honum dag eftir dag og nótt eftir nótt. Að eg hefði viljað svelta fyrir hann og þjást fyrir hann. Að eg hefði viljað láta svivirða mig og fótum troða mig til þess að bera af honum minsta blak. Að eg liefði viljað leggja lífið í sölurnar fyrir hann, ef þess hefði þurft«. En hún yildi ekki sætta sig við að sjá af honum. Sjáaiveg af:honum. Fá aldíei að sjáhann. Fá ekkert að vita um hann. Var þetta of mikil sjálfselska? Mátti hún ekki elska hann svona? Atti hún að elska hann einhvern veginn öðru vísi? Var guð að hegna henni fyrir þetta? »0, drottinn, heimtaðu ekki of mikið af mér. Og kendu mér að skilja, að þú sért góður!« Og það var eins og efasemdirnar hryndu ofan á veika ög vanmáttuga sálina og lömuðu hana. Og það var eins og sorgin breiddi yfir hana snjóblæju. Hún grét ekki. Og hún hugsaði ekki. Að eins titringur Við og við í hrörlegum líkamanum Annars alt kyrt. Þangað til svefninn kom. ■ • ■ . ; ElNAR HjÖBLBIFS80!SI..

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.