Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1906, Page 35

Skírnir - 01.01.1906, Page 35
Skírnir. Ferðaþættir frá Bretlandi. 3» bær er orðinn frægur af skálclinu Alfred Tennyson (1809—1892), sem hafði hér aðsetur á sumrum í mörg ár, dró sig útúr hávaða lífsins á þenna rólega og afskekta blett. Tennyson flutti sig til Freshwater 1852 og keypti þar búgarð, sem heitir Farringford; hann er rétt hjá bænum og liggur stígur þangað milli hárra trjáa frá aðal- götu bæjarins; yflr götuna liggur trébrú, sem nú er kölluð Tennysons brú, þar var SKáldið opt vant að ganga fram og aftur hugsandi og yrkjandi. Undir búgarðinn heyra allstórar jarðir og skógar, og mitt í trjágarði á afskektum stað stendur hús Tennysons innan um álmviði og furu, nærri alt þakið grænu laufi af alls konar vafningsviðum frá jörðu upp á mæni; beint fyrir framan það stendur óvanalega stórt kristþyrnatré (Ilex). Náttúrunni og sVeita- líflnu í þessum afskekta sumarbústað hefir Tennyson fagur- lega lýst í sumum kvæðum sínum. I kirkjunni í Fresh- water, sem er afargömul, þó hún sé ósjáleg, heflr Tennyson sett syni sínum minnismerki; hann átti tvo sonu og þessi (Lionel T.) dó á ferð frá Indlandi til Englands 1886; hinn sonurinn hefir nú tekið við lávarðstitlinum og eignum föður síns; hann heflr verið jarl í Astralíu, en býr oftast á öðrum búgarði, er faðir hans átti, þegar hann er heima á Englandi. Kona A. Tennysons er líka grafln í kirkju- garðinum í Freshwater, en sjálfur var hann jarðsettur í Westminster Abbey hjá öðrum hinum helztu þjóðmæringum Breta. A seinni árum Tennysons var aðkomufólki mjög- farið að fjölga á eynni á sumrum, og hafði skáldið þá oft hið mesta ónæði af mönnum, er vildu sjá hann, settust á gluggana, þegar hann var að borða, og gláptu á hann o. s. frv. Hafði hann þá varla friðland lengur á Farring- ford, dvaldi sjaldnar á búgarði þessum og varð að láta loka öllum hurðum og hliðum rammlega, þegar hann var þar. Sérstaklega hvað Ameríkumenn vera áfjáðir að elta og skoða fræga menn, þegar þeir koma til Evrópu, og svífast þá einskis, enda bregða Bretar þessum frændum sínum jafnan um frekju og ruddaskap. Það flnst annars fljótt, að Englendingar hafa einhvern kala til Ameríkumanna, 3*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.