Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1906, Page 36

Skírnir - 01.01.1906, Page 36
36 Ferðaþættir frá Bretlandi. Skirnir. telja þá uppskafninga og enga snyrtimenn, og alstaðar um Norðurálfu er hlegið að gorgeir Amerikumanna. Tennyson var mjög vel látinn í Freshwater, livert manns- barn þekti gamla manninn með hið mikla gráa skegg, barðastóra hattinn og stóru kápuna. Ibúar í Freshwater reistu Tennyson 1897 veglegt minnismerki, 38 feta háan granitkross á hæstu hamrabrúninni, 485 fet yfir sjó. T'il þess staðar var Tennyson vanur að ganga sér til hressingar á hverjum degi, hvernig sem veður var. Þaðan er hin bezta. útsjón yfir sjó og land, og krossinn er leiðarmerki fyrir sjófarendur. Við Freshwater er kastali framan á höfða, og margir aðrir kastalar eru á eynni. Kastali þessi er af sömu gjörð og hinir, þó hann sé í minna lagi, grasi vaxinn utan, en holur að annan, og híbýli varðmanna höggvin út í kritar- klettana og vernduð fyrir skotum með torfi og stálplötum. Hermennirnir sjást skjótast út og inn eins og skollar i holur og hafast þeir mest við niðri í jörðu, nema þegar þeir eru að skotæfingum. Æfingarnar voru helzt skot með fallbyssum á fljótandi skotspæni, er gufuskip dró úti á sjó, stundum á degi, stundum á nóttu; á nóttunni var sjórinn lýstur með rafmagnsljósvörpum. Hermennirnir á köstulunum eru sumir í sjómanna búningi (stórskotaliðið), sumir í hárauðum fötum, en sumir i mógráum fötum með moldarliti (kakí) og allir voru þeir lofaðir vinnukon- um bæjarins. Frá FreshAvater fórum við ýmsar ferðir um eyna þvera og endilanga, skoðuðum landið og komum við í öllum hinum stærri bæjum. Um eyna alla liggja járnbrautir, sem eru eign fjögra félaga. Þó íbúar á hinni litlu ey séu fleiri en á íslandi og mörg þúsund aðkomumanna komi þar árlega, geta járnbrautirnar ekki borgað sig; þó er fargjaldið tiltölulega mjög hátt; segja eyjarskeggjar það sé at' því fólkið sé of fátt og flutningar of litlir; þá ganga allmargir hesta- og mótorvagnar um ýmsa hluta eyjarinnar að staðaldri, bæði milli bæja og til ýmsra staða þar sem útsjón er og eitthvað fallegt að sjá. Vér skulum þvi næst

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.