Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1906, Side 39

Skírnir - 01.01.1906, Side 39
ÍSkirnir. Ferðaþættir frá Bretlandi. 39 Rúmri 1^/2 mílu austar stendur bærinn Ryde á norður- ströndu; það er snotur bær með 12 þúsund íbúum, frægur baðstaður, sem aðallinn enski sérstaklega hefir yelþóknun á; þar eru því ýmsar skrautbyggingar og fögur hótel og margt gjört til að prýða bæinn. Enska aðlinum fylgja alstaðar peningar og afl þeirra hluta, sem gjöra skal. Á Englandi fylgja aðals-titlarnir hinum miklu fasteignum, sem elzti sonurinn erfir, hinir synirnir eru oítast sléttir og réttir »herrar«, titlalausir. Á fastalandi Evrópu fá allir aðalsmanna synir titlana, þó enginn eyrir l'ylgi með, og af því leiðir aftur, að bláfátækir greifar og barúnar eru eins og mý á mykjuskán um alla Evrópu; sumstaðar þykjast því nær aRir vera aðalsmenn, eins og t. d. á Spáni, ganga hnarreistir með tignarsvip, þó í tötrum sé, og vilja ekki drepa hendi sinni í kalt vatn, hvað sem i boði er; í Austurríki er sagt að þriðji liver maður hafi barúnstitil og fjórði hver maður riddarakross. Á Englandi fylgja lávarðstitlunum því nær ætíð miklar eignir, og af þvi leiðir, að almenningur á Bretlandi ber hina mestu virðingu fyrir aðlinum, sem nú líka að mörgu er meiri virðingar verður en i flestum öðrum löndupi. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá sést það fljótt, að alþýða í öllum löndum ber djúpa lotningu fyrir peningunum, þó hún öfundi þann sem auðin hefir og þar með völdin. Sjóarsýnin er mjög fögur frá Ryde, enda hefir alt verið gjört til að prýða ströndina og gjöra hana þægilega og aðlaðandi fyrir aðkomumenn. Hinar breiðu steinstéttir við sjóinn liggja fram með fögrum blómgörðum með bekkjum og skýlum, gosbrunnum og gullfiskapollum, þar eru og snotur smáhús til hljóðfæraleika 0. s. frv. Þar hefir einnig verið gjörð tjörn (canoe lake) retluð til róðra fyrir unglinga, •og margt er þar fleira gert til skemtunar og hagræðis fyrir þá sem þar dvelja. Frá hinum miklu steinflötum (esplanade) við sjóinn sést um Spithead yfir til I’ortsmouth, •og er þar jafnan margt að sjá, gnótt skipa af öllu tægi, •á sífeldri ferð og flugi. Portsmouth er hið helzta herskipa- lægi Breta, og á Spithead liggja oft mörg herskip útlend

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.