Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1906, Page 44

Skírnir - 01.01.1906, Page 44
44 Ferðaþættir frá Bretlandi. Skírnir. brúnum eru líka oft ýms skemtihús og svo baðklefar. Önnur baðfæri eru þó mest notuð á fjöruuum, vagnhús á liáum hjólum, sem ekið er út í sjóinn. Sumar af skipa- brúm þessum hafa kostað of fjár, þær eru allar úr járn- grindum og járnstólpum, haglega smíðaðar og sterkar; sjógangur er víða mikill í hvössu veðri. Það er nú orðið alsiða um alla Norðurálfu, að fólk streymir þúsundum saman í frístundiun sínum á sumrum niður að sjó til þess að styrkja sig með sjóböðum, þvo af sér vetrarrykið og anda að sér hreinu og heilnæmu lofti, en sumir fara upp í fjöll eða til annara landa. Baðlífið er mjög styrkjandi fyrir flesta, og ekki sízt fyrir börnin; á baðstöðunum eru fjörurnar fullar af börnum, sem eru þar að leikum allan daginn, grafandi i sandinum, byggjandi hús og kastala, iióla og garða úr möl og sandi. Flestir eru krakkarnir berfættir, til þess að geta vaðið og buslað í sjónum, mörg ríkra manna börn ganga berfætt alt sumarið, af því menn halda það sé hollara. Um baðtímann er sjórinn fullur af svndandi fólki, sem fer í baðfötin í baðhúsunum og steypir sér þaðan í öldurnar, buslar og óskapast með mikilli kátínu; oft sjást mæður syndandi með krakkana sína eins og andir með unga. Margt er gert til þess að skemta fólkinu þess á milli, sumir leika hnattleika eða fást við ýmsa fimleika; oftast er hafður hljóðfærasláttur á bersvæði nokkurn hluta dags, og svo eru sumstaðar leikhús og ýmsir aðrir skemtistaðir. Bæjarstjórnirnar í bæjunum keppa innbyrðis að gjöra bæina sem aðgengilegasta fyrir aðkomu- fólk, því undir fjölda komumanna er vellíðan bæjarbúa að miklu levti komin. A sumura baðstöðum er alt rándýrt, þar koma helzt auðmenn og aðalsmenn og alls konar uppskafningar, sem eftir þeim lierma, en víða er í baðstöðum þessum sanngjarnt verð á híbýlum og lífsnauðsynjum, svo þar getur almenningur búið, sem færri á kringlóttar; sá flokkur er fjölmennastur, og þvi borgar það sig bezt fyrir bæina að laða hann að' sér. Nálægt eynni miðri, skaint fyrir vestan Newport, er hinn forni Carisbrooke-kastali; það er sögulegur helgi-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.