Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1906, Side 76

Skírnir - 01.01.1906, Side 76
76 Ritdómar. Skírnir. Og alt þetta hefur hingaS til verið eins og lokuð bók firir þjóð vorri. Vjer höfum alt fram að þessum tíma ekki átt neina í s 1 e n s k a útgáfu af Eddukvæöunum. Utlendar útgáfur eru að vísu til, bæði margur og góðar, enu þær eru flestar dírar og hafa lítt veriS hafðar á boðstólum hjer á landi. Því er von, að þeir sjeu fáir hjer, sem eru vel kunnugir Eddukvæðunum. Og þó skilur enginn til hlítar sögur vorar, og því síSur fornan kveðskap, nema hann sje nokkurn veginn heima í þessum fornu ljóSum. Því meiri þökk á Sigurður bóksali Kristjánsson skiliS firir það, aS hann hefur nú bætt úr brínni þörf meS þessari níju útgáfu. ÞaS má heita þjóðar minkun, að bók þessi skuli ekki firir löngu hafa veriö gefin út meS ríflegum stirk úr landssjóði, þannig að almenningi gæfist kostur á að eignast hana firir lágt verð'. Nú hefur Sigurður tekið þetta að sjer án þess að fá nokkurn stirk, og selur þó bókina firir lágt verð eftir stærð (2 kr. 50 a.). Enn hún þirfti að vera talsvert ódírari, ef vel væri, því að hún ætti aS vera til á hverju heimili. Eigi er það síður þakkar vert, að kostnaðarmaðurinn hefur fengiS þann mann til að sjá um útgáfuna,. sem telja má til þess færastan af samtíSarmönnum vorum íslensk- um, prófessor Finn Jónsson. Nafn hans er trigging firir því, að útgáfan sjó vönduð í alla staSi að efninu til. Svo er og letrið ágætt, og annar frágangur, pappír og prent, lítalaust. ÞaS þikir mjer helst að þessari útgáfu, aS hún er alt of vísindaleg, ekki nærri nógu alþíðleg. Rithátturinn er svo forn, að lítil von er til, að alþiðumenn geti haft full not bókarinnar nema með miklum skíringum og talsverðri ifirlegu. Satt er þaS, að hinar eldri mindir orSanna eru stundum nauðsinlegar, til þess að kveðandi haldist. Enn slíkt gerir minna til. Mest er um það vert, aS e f n i þessara kvæða geti orðiS sannkölluð eign hinnar islensku þjóðar, og því marki veröur varla náð með öðru móti enn því að færa ritháttinn sem næst nútíöar rithætti. Tökum eitt dæmi. Yöluspá, 20. erindi, er þannig prentað í útgáfunni: »Þat man hon folkvíg fyrst í heimi, es Gullveigu geirum studdu ok í höll Háars hána brendu« o. s. frv.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.