Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1906, Page 90

Skírnir - 01.01.1906, Page 90
Oblátudósirnar frá Bessastaðákirkju. Skirnir. ÍK) Þegar iiinn logboðni safnaðarfundur var haldinn fyrir Bessastaða- sókn vorið 1897 voru eigendaskifti orðin að kirkjunni. Lét söfnuðurinn þá ekki undir böfuð leggjast, að kvarta við hinn nýja eiganda (Lands- bankann), og skoraði á hann, að láta sem fyrst „bæta þak, loft og glugga kirkjunnar, svo hún gæti heitið messufær hvernig sem á veðri stæði.“ En sú von mín og safnaðarins, að hinn nýi eigandi mundi verða til þess að endurreisa kirkjuna, átti sér ekki langan aldur. Um þingtimann samsumars varð eg þess vís, að stjórn Landsbankans vildi selja Bessastaði. Af nýju lagðist nú á mig áhyggjan út af framtið kirkjunnar, og því lengur og meira, sem eg hugsaði það mál, varð sú þrá æ ríkari í huga mér, að fá sæmilegri viðreisn hennar til leiðar komið, og virtist mér eini tryggi vegurinn til þess vera sá, að kaupa eignina. Béð eg það því af að leita hófanna um kaupin. Bað eg samþing- ismann minn Þ. J. Thoroddsen, mann ráðsnjaUan um slika hluti, að ganga með mér til bankastjórans (Tr. G.) í því skyni, og gerði hann það. Bankastjóri (Tr. G.) svaraði málaleitun minni svo, að eignin væri orðin lofuð Jóni kaupmanni Vídalin fyrir ákveðið verð, og vísaði mér til hans. Um þetta leyti skoðaði Páll, bróðir J. V., Bessastaði, hús og jörð. Hugði eg það vera að tilhlutun bróður hans. En þrátt fyrir mikil og i alla staði góð kynni min við kaupm. J. V. var mér ekki um það gefið að hann yrði eigandi Bessastaðakirkju. Bar til þess það, að mér var þá kunnugt orðið um hið mikla kapp, er hann var tekinn að leggja á að safna fornum merkisgripum, ekki sízt góðum kirkjugripum, enda var mér þá ókunnugt um „þann vilja hans að safn hans lenti hjá forngripasafninu.11 Hitt var mér kunnugt, að nokkr- ir fornir og dýrmætir merkisgripir íylgdu enn Bessastaðakirkju, þótt húið væri, áður en eg tók að þjóna henni, að firra hana sorglega miklu af fornskrauti og góðum gripum. Aftur fékk eg sama alþm. Þ. J. Th. til að ganga með mér til Jóns kaupm. Vídalíns i þá málaleitun að hann slepti kaupi sínu, svo að eg gæti reynt að komast að kaupi við Landsbankann. Ekki var honum, að því er mér skildist, fast i headi með Bessastaðaeignina, en því fastara i hendi að ná i dósir þær er hér ræðir um, og þvi aðeins vildi hann sleppa rétti sínum til kaupsins, að eg lofaði sér nefndum dósum ef eg yrði eigandi Bessastaða. Við þvi galt eg neikvæði. Kvaðst hann þá mundu kaupa, þótt ekki væri annars vegna en dósanna. Ræddum við nokkuð þetta mál og leizt sitt hvorum. Ekki man eg hvort það þegar í þetta skifti komst til tals að gera eftirlíking (facsimile) af dósunum, æn það man eg, að ekkert gekk saman með okkur í það skifti. Þegar við upp frá þessu áttum tal um þetta mál sat hann fast við sinn keip; bauðst til að láta gera kirkjunni eins gerðar dósir, úr jafn dýrum málmi, ekki léttari að vigt, og að öllu eins góðan grip, og hélt fram að þannig tapaði kirkjan engu. Aftur hélt eg þvi fram, að kirk-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.