Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1906, Síða 90

Skírnir - 01.01.1906, Síða 90
Oblátudósirnar frá Bessastaðákirkju. Skirnir. ÍK) Þegar iiinn logboðni safnaðarfundur var haldinn fyrir Bessastaða- sókn vorið 1897 voru eigendaskifti orðin að kirkjunni. Lét söfnuðurinn þá ekki undir böfuð leggjast, að kvarta við hinn nýja eiganda (Lands- bankann), og skoraði á hann, að láta sem fyrst „bæta þak, loft og glugga kirkjunnar, svo hún gæti heitið messufær hvernig sem á veðri stæði.“ En sú von mín og safnaðarins, að hinn nýi eigandi mundi verða til þess að endurreisa kirkjuna, átti sér ekki langan aldur. Um þingtimann samsumars varð eg þess vís, að stjórn Landsbankans vildi selja Bessastaði. Af nýju lagðist nú á mig áhyggjan út af framtið kirkjunnar, og því lengur og meira, sem eg hugsaði það mál, varð sú þrá æ ríkari í huga mér, að fá sæmilegri viðreisn hennar til leiðar komið, og virtist mér eini tryggi vegurinn til þess vera sá, að kaupa eignina. Béð eg það því af að leita hófanna um kaupin. Bað eg samþing- ismann minn Þ. J. Thoroddsen, mann ráðsnjaUan um slika hluti, að ganga með mér til bankastjórans (Tr. G.) í því skyni, og gerði hann það. Bankastjóri (Tr. G.) svaraði málaleitun minni svo, að eignin væri orðin lofuð Jóni kaupmanni Vídalin fyrir ákveðið verð, og vísaði mér til hans. Um þetta leyti skoðaði Páll, bróðir J. V., Bessastaði, hús og jörð. Hugði eg það vera að tilhlutun bróður hans. En þrátt fyrir mikil og i alla staði góð kynni min við kaupm. J. V. var mér ekki um það gefið að hann yrði eigandi Bessastaðakirkju. Bar til þess það, að mér var þá kunnugt orðið um hið mikla kapp, er hann var tekinn að leggja á að safna fornum merkisgripum, ekki sízt góðum kirkjugripum, enda var mér þá ókunnugt um „þann vilja hans að safn hans lenti hjá forngripasafninu.11 Hitt var mér kunnugt, að nokkr- ir fornir og dýrmætir merkisgripir íylgdu enn Bessastaðakirkju, þótt húið væri, áður en eg tók að þjóna henni, að firra hana sorglega miklu af fornskrauti og góðum gripum. Aftur fékk eg sama alþm. Þ. J. Th. til að ganga með mér til Jóns kaupm. Vídalíns i þá málaleitun að hann slepti kaupi sínu, svo að eg gæti reynt að komast að kaupi við Landsbankann. Ekki var honum, að því er mér skildist, fast i headi með Bessastaðaeignina, en því fastara i hendi að ná i dósir þær er hér ræðir um, og þvi aðeins vildi hann sleppa rétti sínum til kaupsins, að eg lofaði sér nefndum dósum ef eg yrði eigandi Bessastaða. Við þvi galt eg neikvæði. Kvaðst hann þá mundu kaupa, þótt ekki væri annars vegna en dósanna. Ræddum við nokkuð þetta mál og leizt sitt hvorum. Ekki man eg hvort það þegar í þetta skifti komst til tals að gera eftirlíking (facsimile) af dósunum, æn það man eg, að ekkert gekk saman með okkur í það skifti. Þegar við upp frá þessu áttum tal um þetta mál sat hann fast við sinn keip; bauðst til að láta gera kirkjunni eins gerðar dósir, úr jafn dýrum málmi, ekki léttari að vigt, og að öllu eins góðan grip, og hélt fram að þannig tapaði kirkjan engu. Aftur hélt eg þvi fram, að kirk-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.