Skírnir - 01.08.1906, Qupperneq 7
Skirnir.
Á
fjörunni.
199
sjálfsagt að fara með það inn að Instu-Strönd, og bera
það undir Eirik.
Og þegar hann hitti vel á Eirík, eða þegar honum
hafði tekist að koma með eitthvað, sem Eiríki líkaði vel,
þá kallaði hann á hann fram í stofu, eftir að hann hafði
íengið venjulegar góðgerðir, og gaf honum að súpa á vasa-
glasinu sínu. Þá varð Sigmundur gamli svo hrifinn, að
harni gat ekki stilt sig um að rjúka á Eirík og kvssa
hann.
Og þegar hann lagði af stað frá Instu-Strönd, eftir
slíkar móttökur, og með bartninn fullan af mat, sem hús-
freyjan hafði gefið honum með sér á fjöruna, svo stóran
pinkil, að olíustakkurinn bungaði út á brjóstinu fyrir
ofan bandið, eins og baggi væri iiinan undir — þá var
Sigmundur gamli í essinu sínu; þá undi hann tilverunni,
og fann gleðina af því að vera hagmæltur og sögu-
fróður.------—
Það varð mörgum heldur starsýnt á Sigmund
gamla, þegar hann var að ganga út á fjöruna í búningi
þeim, sem áður er lýst. Hann gekk alt af við kollótt
prik eða kláruskaft, sem hann tvíhendi fyrir framan sig
og stakk niður við hvert skref, en steig aldrei skrefið,
fyr en prikið hafði fengið festu. Göngulagið var því stöð-
ugir hnykkir og rykkir áfram. Líka mátti sjá það á
göngulaginu langt til hvernig lá á karlinum; þegar vel
lá á honum eða þegar hann var í skáldaþönkum sínum,
gekk hann eins og berserkur, svo hnykkirnir og rykk-
irnir næstum sléttust út úr göngulaginu; en þegar illa lá
á honum, dróst hann áfram á priki sínu eins og níræður
aumingi, svo hann stóð alveg kyr milli rykkjanna.
I þetta skifti, sem hér segir frá, lá vel á Sigmundi,
og hann gekk rösklega fram á tangann.
Aftur á móti lá bölvunarlega á Vaski gamla, þótt
liann nuddaðist af stað með honum. Hann labbaði á eftir
honum rúman helming af leiðinni, dróst alt af meira og
meira aftur úr, og sneri svo þegjandi við að lokum og
labbaði heim.