Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1906, Side 13

Skírnir - 01.08.1906, Side 13
Skirnir. Á fjörunni. 205 neittt smáræði. Það voru fluggammar, sem ekki varð mikið fyrir að hremma meðalmann og gleypa hann með húð og hári, bryðja vopn og herklæði og mylja beinin. En tófurnar urðu að úlfum, sem þutu í þéttum hópum um holtið og fóru ófriðlega. Þar var fremstur bitvargur einn mikill, á stærð við tígrisdýr, en miklu ferlegri, með mannsandlit og stálklær, en tennur, sem engu tali tóku. Slík ferlíki óðu að Sigmundi á verðinum, og af þeim átti hann að bera; en nærri mátti geta, hvílíkur atgangur þar mundi verða. Hvað skyldi Eiríkur á Instu-Strönd segja um þ e 11 a ? Aldrei hafði ímyndunarafl hans fengið slíkt flug. Hann var ekki Sigmundur gamli; ekkert var fráleitara. N ú var hann Sigmundur ungi. Slik andans fjörtök voru ekki gamalla manna eðli. Hann hafði valið sér hagkveðlingahátt; það var erfið- asti bragarhátturinn, sem hann þekti. En það gerði hon- um ekkert til. Honum skilaði drjúgum áfram, yflr allar torfærur. Hendingarnar féllu og smullu saman, næstum af sjálfu sér. Kenningarnar settust að honum eins og mýbit; hann hafði varla við að velja þær beztu úr; en í þeim voru listagripin fólgin. Orðgnóttin spratt upp í hon- um sjálfum og það af slíkum ríkdómi, að hann hefði aldrei trúað öðru eins. Og ef þau orð, sem hann kunni og notuð voru daglega, voru hvimleið viðfangs og feng- ust ekki til að falla í hleðsluna með góðu, var það gam- alt bragð ljóðasmiða að tegla þau til, brjóta af þeim hornin, hnoða þeim saman eða teygja ofurlítið úr þeim, þangað til þau færu vel. Það var skáldaleyfl, sem engan hneykslaði. Þannig bættist við braginn með hverju augnabliki. Ef hann að eins hitti nú vel á Eirik á Instu-Strönd! Bezt væri að hitta á hann ofurlítið »sætan«, því þá var hann í beztu skapi. Og ef hann sækti vel að honum og ef Eiríki líkaði vel bragurinn, þá var hann ekki í efa um, hvað hann mundi gera. Hann mundi kalla á sig inn í stofu og lúka upp grænu kistunni stóru. Þá var auðvitað

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.