Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1906, Síða 16

Skírnir - 01.08.1906, Síða 16
:208 Á fjörunni. Skirnir. kvaddi þennan viðsjála heim og þar til hún vaknaði við þessa alt annað en blíðu kveðju, var í stuttu máli þetta: Tófan, sem var enginn úlfur, ekkert ferlíki, heldur að eins glor-soltin, grensmogin læða, hafði skriðið út frá hvolpum sínum í greninu þar uppi í Urðarhálsinum og farið að leita sér bjargar. Hún hafði auðvitað skollahlustirnar með sér, eins og vant var; en þótt hún beitti þeim vel, þá heyrði hún alls ekkert, sem hún gæti haft beyg af. Hún hafði leitað sjávarins, þvi þar var helzt von um eitthvað ætilegt. Svo varð henni reikað meðfram sjón- um, þar til hún kom í nánd við eyjuna. Hún hafði oft komið þar áður um likt leyti nætur; en þá alt af orðið •einhvers þess vör, að henni þótti ekki ráðlegt að hætta :sér nær. Nú stanzaði hún uppi í holtinu og horfði fram til skrúðgrænnar eyjarinnar, kvikrar af fugli og þéttsettrar af hreiðrum. Hún var freistandi! Hún sperti augun og bretti eyrun, en hún gat ekkert heyrt né séð, sem vakið gæti hjá henni ótta eða tor- trygni. Þá sigraði freistingin hana. Hún hljóp léttilega ofan holtið, fram tangann á bak við kofa Sigmundar, steig gætilega á mölinni og gætti þess vel, að enginn steinn hreyfðist svo hávaði yrði að, og stökk síðan út í sundið. En þótt lágfóta væri skarpskygn og gædd góðum hlustum, þá sást henni þó yfir ofurlítinn pramma inni í landsskugganum skamt frá Miðströnd. Þar voru feðgarnir Þorvaldur og Grímur að vitja um hrognkelsanetin. Þeir höfðu farið óvenjusnemma á fætur, því Grímur ætlaði að ganga upp á heiði, þegar þeir væru búnir við netin, og svipast um eftir grenjum. I tilefni af því lá hlaðin byssa í prammanum. Það varð djöflagangur i eyjunni, sem engu tali tók, þegar lágfóta kom þar á land. Blikarnir björguðu sér fyrst og þutu í allar áttir, svo það varð stórt svæði blika- laust í nánd við varginn. Æðarkollurnar flugu hver eftir ,aðra, gargandi og hljóðandi, af hreiðrunum sínum í mestu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.