Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 26

Skírnir - 01.08.1906, Page 26
218 Horfur kirkju og kristindóms hér á landi. Skírnir. og kirkjumálum. Og annað er áreiðanlegt, að öll lífs- og mannfélagsskoðun hefir svo stórkostlega breyzt á síðari tímum með framsóknar-umbreytingunum, að hinar gömlu kirkjulegu trúar- og heimspekisskoðanir eru einnig stórum umbreyttar orðnar hjá öllum hugsandi mönnum. Þar af kom hin alkunna örvinglunarsetning síðustu tíma, sem einkum ruddi sér rúm við háskóla Dana: »Trúin byggist á fjarstæðu«. Þeirri kenning er þó víðast hvar neitað nú, ekki sízt af forvígismönnum hins frjálsari kristindóms. Ef litið er suður á Þýzkaland, þar sem þeir Harnack og Pfleiderer, Eucken og aðrir frægustu forvígismenn hinn- ar vísindalegu guðfræði eru, má þess geta, að einmitt fyrir skörungsskap þeirra hefir álit guðfræðinnar stórum náð sér aftur frá því fyrir 20—30 árum, þegar fullyrt var að guðfræðin, sem forðum var alt, væri hætt að vera vísindi. Lítur nú svo út, að þessir hálærðu en írjálslyndu kennimenn séu til þess ráðnir að stofna til nýrrar trúar- og siðbótar — þvert á móti því sem afturhaldsklerkarnir ætla. En mjög er þeirra skoðun á eðli, uppruna og gildi kristindómsins frábreytt rétttrúaninni. Ef vér nú lítum einarðlega og skynsamlega á ástand trúar- og kirkjumála hjá oss, munum vér óðara sjá, að í þeim efnum erum vér engu lengra komnir en aðrar þjóðir eða þjóðkirkjur á Norðurlöndum; og að þar »depender- um« vér enn duglega af dönskunni. Eins og hin endur- skoðuðu grundvallarlög Dana gjöra, ákveður vor bætta stjórnarskrá að hin lútherska kirkja skuli gildi hafa (um tíma og eilífð?) hjá oss og njóta verndar og varðveizlu: og þótt tæpt sé á rýmkun almenns frelsis í trúarefn- um og að bæta megi fyrirkomulagið með lögum, er sú rýmkun og bót þess eðlis, að kalla má að nýjar bætur sé lagðar á gamalt fat og ósamkynja, því það á illa við ríkis- kirkju frá 16. öld með konung og veraldlega stjórn fyrir yfirbiskup og löggjafa. Þær bætur, sem hér eru gjörðar, eru þegnfrelsislegar (o: pólitískar), en snerta ekki við trúnni eða kennivaldinu, svo sem er hlutdeild safnaða í kosningarrétti prestanna, leysing sóknarbands, og tilhliðr- un við aðra trúarflokka — alt nýjar víndreggjar á gamla

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.