Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 27

Skírnir - 01.08.1906, Page 27
Skírnir. Horfur kirkju og kristindóms hér á landi. 219 belgi og alls ekki samhljóða lögbundinni lúth. kirkju með fornri trúfræði, sem ekki má endurskoða, og með lögskip- aðan kenningareið. Þetta játa og allir þeir, sem enn þá trúa einlæglega á sannindi hinna fornu játningarrita, og eru því eðlilega oftast nær afturhaldsmenn líka í öðrum frelsismálum. Nú eru hér sem annarstaðar hinir lög- hlýðnu menn meðal prestanna enn þá fleiri en þeir, sem frjálsar og ljósari skoðanir hafa í trúarmálum; verður því reyndin sú, að lengi vel verður engu verulegu breytt. Hér við bætist, að siðmenning þjóðanna er ekki lengra komin, sízt í lúth. kirkjunni, en það, að í trúar- og kirkju- málum hafa menn enga allsherjar stefnuskrá. Þar til heyrði að taka upp stefnuskrá Lúthers í Worms (þótt hann slepti henni síðar og afhenti kirkjuráðin konungin- um), að láta guðsorð og skynsemina eða »sannfæringuna« ráða. Auðvitað yrði að skilja þá kröfu samkvæmt lífs- skoðun og hugsunarhætti nútímans. Ameríkumenn dirfð- ust fyrstir allra þjóða — fyrir fortölur spekingsins Alex- anders Hamiltons — að trúa 1 ý ð n u m eða lýðfrelsinu fyrir lögfestu hins mikla ríkjasambands, er myndaði hin miklu Bandaríki. Eftir því hafa síðan þær þjóðir likt, sem lengst eru komnar í lýðfrjálsri stjórn, svo sem Englendingar, Frakkar og Svisslendingar. En með stefnuskrárnar í trúarefnunum gengur alt tregara; þar er alm. atkvæðisrétti eða 1 ý ð n u m hvergi trúað til fulls alt til þessa dags. Fríkirkjur, sem víða eru til, eru hvað kenningarnar snertir, þegar að er gætt engu frjáls- lyndari en ríkiskirkjunnar, og sýna oftast nær enn minna umburðarlyndi öðrum kirkjum eða frjálst kennandi mönn- um sinnar eigin kirkju. Því þótt þær veiti söfnuðum meiri atkvæðisrétt og ytri umráð en ríkiskirkjurnar, veita þær ekki kenningarfrelsi, sem alt er undir komið. Og svo lengi sem þær eru kreddu- og bókstafsdýrkendur, er engrar frjálsrar stefnuskrár af þeim að vænta. Og hvað eru þær þá betri en hinar ríkisbundnu? Það er biblían, játningarnar, forn kirkjuréttur þeirra, og fulltrúar (trusts), sem öll völd hafa. En af því þó svo langt er komið fyrir breytingar lífsskoðananna, að sýnt er, að allir geta ekki

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.