Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 29

Skírnir - 01.08.1906, Page 29
Skírnir. Horfur kirkju og kristindóms hér á landi. 221 legt, og þeir trúa á meðfædda guðsmynd eða »guðsson« i manneðlinu. Og loks trúa allir leiðandi menn þessa heims nú á dögum, að mannvit, þekking og reynsla eigi úrslitum að ráða, eins i trúarefnum og á öðrum svæðum lífsins. »öll opinberun«, segir Harnack, »hefir birzt fyrir andríki einstakra manna, eða gegnum persónur«. Þessi trúarkenning mun nú þykja fáskrúðug hér á landi, ef ekki ókristileg; er það og eðlilegt þeim, sem enn finna frið og huggun í hinni gömlu trú, og ekki skilja enn gildi og sannindi hinnar nýju. Hún hefir þó auk annars þann kost, að fáir hinna mörgu miljóna fráhorfinna manna munu mótmæla henni með hálfri þeirri ákefð, sem liinni stefn- unni er andæpt. En hitt er satt, að sem trú er stefna þessi varla til hálfs enn ákveðin. Alt þetta áður sagða átti nú að vera inngangsorð til fróðleiks og leiðbeiningar þeim er þyrftu áður en nefndir væru vorir sérhættir. En þar skal farið fijótt yfir sögu. Eins og hent var á, getur lítilla stórbóta eða breytinga verið að vænta í kirkju- og trúarmálum eins og stendur hér á landi. Þetta atriði rná ætla að alþýðu manna sé orðið fullkunnugt. Nú er enn nýtt kirkjublað komið á gang; virðist það fara jafn hægt úr hlaði sem hin áður sofnuðu. Hvernig viðtökur það muni fá leiði eg engar getur að að svo stöddu; en fái það jafn daufan byr hjá þjóð vorri eins og hin fyrri hafa fengið, er það mín trú, að sök þess verði sem fyr fremur hjá útgefendunum en alþýðunni. Er það segin saga, að fríkirkjum með fjör- ugum hreyfingum, eða þá einstökum óháðum mönnum, sem helga sig alla málefninu, farnast betur að fá lesend- ur og vini en ríkiskirkjunum. Má þó til mikils ætla af svo vitrum og enda tiltölulega frjálslyndum mönnum, sem hafa á hendi ritstjórn blaðsins. Er vonandi, að allir, sem ráðast í að gefa úf, kirkjublöð taki að sjá, að slík rit ganga aldrei út hér á landi nema þau fylgi betur tímanum, hafi meiri og tleiri fróðleik að bjóða en fyr, forðist margtuggnar sveitaprédikanir, lítt frumlega sáhna og annað trúboðs- og smáritarugl, sem hin yngri kynslóð vill ekki við líta.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.