Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 31

Skírnir - 01.08.1906, Page 31
Skírnir. Horfur kirkju og kristindóms liér á landi. 223 ingarhverfum Lundúnaborgar. Sigursæld þessa fáheyrða hers virðist öll að þakka hershöfðingja hans B o o t h, sem er einn af sögunnar sigurvegurum. Enda er mjög senni- legt, að afturförin verði ekki seinni en sigurförin, þegar hans missir við. Og víst er það, að svo hjákátlegur her- naður er óhugsanlegur nema járnsproti einhvers einvalda stjórni. Booth sneri stefnu hersins snemma að 1 í k a m- 1 e g u eða mannfélagslegu »hjálpræði«; það er þ a ð, sem gjört hefir sjálfan hann frægastan og unnið honum miklu meira álit, en »trúboð« hans verðskuldar; þess ærsl og æðisgangur er flestum kristnum mönnum viðbjóður. Hér eru hans skrípalæti einungis til hneykslis, enda en hér enginn steinblindur skríll. Kenning hersins er líka bygð á öfgum, æsingum og ógnarmálum; ættu þessir hervíkingar helzt að halda sig í stórborgunum og gjöra sín strandhögg á sorphaugum þ e i r r a. Loks er eftir að nefna heima-trúboðið. Það hefir töluvert látið á sér bera hér á landi síðan um síð- ustu aldamótin. Hér á Akureyri eiga þess konar menn á Englandi myndarlegt trúboðshús, og enskur leikmaður starfaði hér nokkur ár og sótti til hans margt fólk; hann söng vel, en var stirður ræðumaður, enda kunni laklega málið. Hann var enginn ákafamaður í trú og kenning- um, og mælti það með viðleitni hans; var hann maður verklaginn og »praktiskur«. Það var hann (Mr. J o n e s), sem fékk Nýja testamentið prentað á Englandi, 10,000 eintök í einu, fyrir aðstoð vina sinna. Ári síðar andaðist hann á Englandi. En eftirmaður er kominn í sæti hans, er Mr. Gook heitir. Hinn alkunni Lárus Jóhannsson fer hér enn árlega um og »prédikar«' Hann var áður sjó- maður og þykir hafa litla mentun fengið; eru og ræður hans hið lélegasta og bíræfnasta trúboðsrugl, sem eg hefi heyrt. En alt lætur almenningur sér bjóða. Úr hin- um fjölmenna trúboðsher, sem Norðmenn eiga yfir að ráða, koma hingað árlega til austur- og norðurlandsins menn á sumrum, líklega mest sakir þeirra eigin landa, sem hér stunda veiðar. En mest kveður að sendimönnum hins

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.