Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1906, Side 32

Skírnir - 01.08.1906, Side 32
224 Horfur kirkju og kristindóms hér á landi. Skírnir. danska heima-trúboðs. Heflr það nokkrum sinnum sent prestum hins forna Hólastiftis kveðju guðs og sína og mælt til fylgis og félagsskapar. Það er, eins og kunnugt er, einkum S. Ástvaldur Gíslason, sem mest heflr reynt til að kveykja hér trúboðsáhrif eftir danskri fyrirmynd. Árang- ur þessara trúboða hefir þó enn mátt heita hverfandi. Þeir fáu prestar, sem sinna þess konar kenningum, munu ekki þykja uppbyggilegri í stöðu sinni eða vitrari eftir en áður, og enga verulega siðbót eða framför sjá aðrir menn fremur hér en annarstaðar fram koma, þar sem þess konar menn starfa. Orsökin — ef satt skal einarðlega segja — er sú, að kenning þessi kemur u t a n f r á og heflr ekki rót í lífs- og trúarskoðunum hugsandi fólks nú á dögum. Trúboðinn (frá 17. öldinni) prédikar fyrir hin- um d á n u, en ekki hinum lifandi; hann snýr sér að trú- girni og einfeldni, en ekki gáfum og greind; hann pré- dikar fyrir gömlum og sjúkum ímyndunum, kennir og hræðslutrú, eða hjátrú fyrri tíma, en byggir livorki á né þekkir manneðlið, eins og hugsandi og mentað fólk skoðar það nú. Þar af kemur, að upplýstara fólkið lítur sjaldan við þessum kenningum, sé það andlega heilbrigt, en gárung- ar, sem oft eru minna heimskir en þeir sýnast, gjöra gys að þeim. En einfeldningar, sem þyrstir í nýja trúar- huggun, og þykir kirkjan heldur köld, eins og hún óneit- anlega er fyrir slíka, þeir ánetjast miklu tíðast. En eitt votta þessar trúboðshreyfingar — eins og alt ástandið — a ð þjóð vor öll er á tímamótum, a ð hvorki kirkjan né trúboðin fullnægja andlegum þörfum hennar, og a ð vér þurfum að fá nýja s i ð a b ó t eða siðaskifti í landinu.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.