Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 34

Skírnir - 01.08.1906, Page 34
226 Henrik Ibsen. Skirnir. örbirgðar og lítilsvirðingar, frá stigi til stigs upp til hæstu frægðar hjá þjóð sinni og meðal allra listmetandi manna um siðaðan heim. Fá stórmenni í andans heimi hafa bygt sér brú til auðs og frægðar jafntrausta og með svo mikilli og fastri elju og í ba-ráttu við jafnmiklar þrautir frá öndverðu. Henrik Ibsen er fæddur 20. marz 1828 og dáinn 20. maí þ. á., fullra 78 ára að aldri, og mátti kalla að hann héldi skarpskygni anda síns og skaparaafli óveikluðu til hins síðasta. Hann er kominn af blönduðu ætterni,. dönsku, þýzku og norrænu, og sumir rekja jafnvel einnig ætt hans til Breta. Faðir hans var kaupmaður, norskur, er komst í fátækt, þá er Henrik, einkasonur hans, var barn að aldri. Fór hann eftir það sem munaðarlaus unglingur að leita sér atvinnu, og kom sér fyrir í lyfja- búð nokkurri í Grimstad, örlitlu oddborgaraþorpi, og hafð- ist þar við frá 13 til 18 ára aldurs síns. Margir þeir, sem ritað hafa um Ibsen, halda því fram, að næturvökur og jafnframt áhyggjur hins unga einstæðings hafi í þess- ari vist fyrst merkt huga hans því marki, sem hefur einkent hann svo skarplega síðar í stríði hans og sigur- för til skáldfrægðar; víst er um það, að á þessum árum fékst hann við vísnagerð og skáldskap með bituryrðum og hæðni, helzt um þá, er honum voru þó vinveittastir. Skrípamyndir teiknaði hann og af ýmsum borgurum þorps- ins og varð óvinsæll fyrir. Frá Grimstad fór hann til Kristjaníu og tók þar stúdentspróf liðlega tvítugur með mjög lakri einkunn, eftir undirbúning á námsstofnun nokkurri þar í höfuðstaðnum, sem Norðmenn kölluðu »Stúdentasmiðjuna«. Vinur hans einn, sem hann hafði kynst í Grimstad, hafði eggjað hann á að gefa út leikritið »Catilina«, er Ibsen hafði rit- að á næturvökum 1848—49, eftir að hann hafði kynst hinum frægu ræðum Ciceróns. Höfundurinn hefur skýrt frá því, að hugur sinn hafi hneigst fast að »Catilinu«, einkum fyrir þá sök, að Ciceró, málflytjandi þeirra er völdin höfðu, þorði ekki að veitast að honum, fyr en það

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.