Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1906, Side 42

Skírnir - 01.08.1906, Side 42
234 Henrik Ibsen. Skírnir. Höfundurinn hefur lýst sambandi sínu við Noreg ágæt- lega í smákvæði einu, »Æðurin«. Hann er þar sjálfur fuglinn, sem er rændur því bezta sem hann á hvað eftir annað af ræktarlausum höndum fiskimannsins og sjálfur hinn sami fugl, sem íiýr til »sólskinslandsins« þegar hon- um er ofboðið. En sínu eigin insta eðli og stefnu í skáld- skap hefur hann lýst ágætlegast í þessu erindi: Ef skuggann og fylgsnin ei finn eg, þá flýr mig öll hjálp og náð; ef afrek í veröldu vinn eg, þá verða þau myrkra dáð. Ymislegt í fari hins mikla rithöfundar getur mönnum virzt óskiljanlegt og illa unt að samríma við göfugan anda, svo sem smámunaleg hégómagirnd, einkum hin al- kunna eftirsókn hans eftir heiðursmerkjum. En sé leitað vel í verkum hans, finst það, að hin norska eigingirni og sjálfgæzka, er hann átelur í »Pétri Gaut«, er honum sjálf- um innrætt. Þessi kenning er komin fram af insta eðli Ibsens sjálfs: Ef inn verður farið, er út ekki þrengra, ef að verður komist, er frá ekki lengra. Sé hann borinn saman við Björnstjerne Björnson að þessu leyti, verður mönnum enn ljósara, að annar er h j a r t a n s, en hinn a n d a n s maður. Reykjavik, í ágúst 1906. Einar Henediktsson.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.