Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1906, Side 43

Skírnir - 01.08.1906, Side 43
Skírnir. Barn i myrkri. Eg get ekki sofnað. Og samt er altjhljótt, það sést ekki í himininn rofa, og það er svo kolsvört og niðdimm nótt, að nú væri gaman að sofa. Svo mikil er þögn þessa miðnæturstund, að eg man ekki dauðakyrð slíka. Hver vesalings mannssál er vafin í_ blund og vindurinn sofnaður líka. Og þögnin iæðist svo iéttfætt hjá rúminu og iýtur mér niður að eyra, er málug í logninu’ og lágnættis-húminu og lætur mig alt of margt heyra. Þei, þei! Hún er farin. Eg heyri eitthvert hljóð, svo hvelt og svo sárt og svo napurt. Eg heyrði’ aldrei slíkan eymdaróð, þótt oft sé nú líflð dapurt. Eg heyri fyrst rjúkandi hræðslugarg — og hendist í svipan á fætur — þá sog og þá vein og þá aftur arg. Hver ósköpin barnið grætur!

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.