Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1906, Side 48

Skírnir - 01.08.1906, Side 48
440 Um listir. Skirnir. listamönnum, hefir hún aðeins iyt't blæjunni af hendingu, og frá einni hlið. Að eins í eina stefnu hefir hún þá gleymt að binda skynjanina við þarfirnar. Og af því hver stefnan um sig svarar til þess, sem vér köllum skynfæri, þá eru það skynfæri listamannsins, og þau ein, sem venju- lega vigja hann listinni. Þaðan er upphafiega fjöl- breytni listanna runnin. Og þangað eiga hinir sérkenni- legu hæfileikar rót sína að rekja. Einn verður hugfang- inn af litum og lögun, og af því hann ann litunum lit- anna vegna, forminu formsins vegna, og af þvi hann skynjar það sjálfs þess vegna, en ekki sín vegna, þá birtist hon- um hið innra líf hlutanna gegn um liti þeirra og lögun. Smámsaman getur hann komið því inn í skynjan vora, þó hún sé fáráð í fyrstu. Um stundarsakir að minsta kosti getur hann losað oss við hleypidóma þá um lit og lögun, sem hafa komist upp á milli veruleikans og augna vorra. Og þannig nær hann æðsta markmiði listarinnar, en það er að afhjúpa náttúruna fyrir oss. — Aðrir beina atliygli sinni aftur á móti að sjálfum sér. Undir yfirborð- inu, þar sem óteljandi athafnir »daga fram úr djúpisálar«, bak við margþvæld og slitin orðin, sem tákna og bregða blæju sinni yfir hið sérkennilega sálarástand, leita þeir að tilfinningunni, hugarástandinu, hreinu og ómenguðu. Og til þess að fá oss til að freista sjálfa sömu áreynslunnar, leggja þeir sig í líma að láta oss sjá það sem þeir hafa séð: Með hljóðfalli orðanna, sem líða fram í hreimfögr- um samhljóm, fjörguð af frumlegu lífi, segja þeir oss, eða öllu heldur leiða oss í grun þá hluti, sem málið var ekki skapað til að láta í ljósi. — Aðrir leggjast enn dýpra. Að baki þeirri gleði og sorg, sem með herkjum verður í orðum þýdd, ná þeir i nokkuð, sem ekkert á framar skylt við orðin ein, einkennilegt bylgjublak lífs og andardráttar, sem gengur nær manni en innilegustu tilfinningar, af þvi það er hið lifandi lögmál, sitt fyrir hvern mann, og ræður angursemd hans og eldmóði, beyg hans og björtu vonum. Með því að leysa þetta lag úr læðingi og gefa því áherzlu vekja þeir athygli vora á því, svo að vér ósjálfrátt hrif-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.