Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1906, Side 50

Skírnir - 01.08.1906, Side 50
242 Um listir. Skirnir. umbrotum sé haldið í skefjum. Það er nauðsynlegt, að mennirnir lifi í félagsskap og leggi því á sig bönd regl- unnar. Og það sem gagnsemdin ræður til, það býður skynsemin: Yér höfum skyldur og þeim ber oss að hlýða. Af þessum tvens konar áhrifum hefir getað myndast hjá mannkyninu þunt lag af tilfinningum og hugmyndum, sem stefnir að því að verða óbreytanlegt og að minsta kosti miðar að því að verða sameiginlegt öllum mönnum; þetta lag hylur hinn innri eld ástríðanna, þó það megni ekki að kæfa hann. Hin seinfæra framför mannkynsins í átt- ina til æ friðsælla félagslífs hefir smámsaman styrkt þetta lag, eins og æfi jarðar vorrar sjálfrar hefir verið langvinn aflraun til að hylja í sterkri og kaldri skurn glóandi leðju sjóðandi málma. En eldgos eiga sér stað. Og væri jörðin lifandi vera, eins og stendur í goðafræðinni, þá held eg að hún á hvíldarstundum sínum hefði yndi af því að hug- leiða þessi skyndilegu gos, þar sem hún alt í einu áttaði sig á því dýpsta sem í henni er fólgið. Af þessu tægi er ánægjan, sem sjónleikir (drama) veita oss. Undir yfir- borði hins rólega, borgaralega lífs, sem mannfélagið og skynsemin hefir búið oss, hreyfa þeir við einhverju hjá oss, sem til allrar hamingju fær ekki að brjótast fram, þó að vér finnum hvernig það leitar á. Sjónleikirnir láta náttúruna ná sér niðri á mannfélaginu. Stundum ganga þeir heint að markinu; kalla fram úr djúpinu og upp á yfirborðið ástríður, sem koma öllu í uppnám. Stundum fara þeir á snið, eins og oft á sér stað í nútíðarsjónleik- um; þeir sýna oss með leikni, sem stundum verður að hártogun, hvernig mannlífið kemst í mótsagnir við sjálft sig; þeir gera öfgar úr því sem vera kann óeðlilegt í lögum félagslífsins; og með því að leggja þannig krók á leið sína og rífa umbúðirnar af tekst þeim að koma oss að kjarnanum. En hvor leiðin sem farin er, hvort heldur sú, að gera lítið úr mannfélaginu eða hin, að veita nátt- úrunni vigsgengi, þá er markmiðið hið sama, að afhjúpa fyrir oss vandlega hulinn þátt af sjálfum oss, sem kalla mætti sorgarleiksþáttinn í sálum vorum. Vér finnum tif

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.