Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1906, Side 53

Skírnir - 01.08.1906, Side 53
Skírnir. Uni listir. 245 gætum vér sagt um mann, að hann væri »Polyeuete«*), eða um konu, að hún væri »Phédre«*). Sérstaklega mundi harmleiksskáld aldrei láta sér hug- kvæmast að umkringja aðalpersónu sína aukapersónum, sem ekki væru annað en einfaldari eftirmyndir hennar. Hetja harmleiksins er einstök persóna i sinni röð. Efíir henni mætti líkja, en um leið væri, vitandi eða óafvit- andi, harmleiknum snúið í gamanleik. Hetjunni er enginn líkur, af því hún líkist engum. Þegar hins vegar gaman- leikaskáldið hefir skapað aðalpersónu sína, þá leiðist það af einkennilegri eðlishvöt til að láta aðrar persónur, með sömu almennu einkennum, snúast í kringum hana. Mörg nöfn á gamanleikum eru fleirtöluorð eða safnheiti: »Lærðu konurnar», »Skritnar drósir«, »Fólk í leiðindum«, osfrv., þar er sem stefnt saman á leiksviðinu ýmsurn persónum, sem allar eru svipaðar í sniðunum. Gaman væri að rekja þessa tilhneigingu gamanleikanna til róta. Má vera að þar kæmi fyrst og fremst í ljós grunur um atriði, sem læknar hafa vakið athygli á, sem sé að sérvillingar af sama tægi dragast af duldum hvötum hver að öðrum. Þó það varði ekki beint læknisfræðina, þá eru skoplegir menn, eins og vér höfum sýnt fram á, h j á r æ n u r, og frá þessum hjárænuskap til gagngerðrar truflunar á andlegu jafnvægi er óslitin leið. En svo er og annað. Sé það viðfangsefni gamanleikaskáldsins að sýna oss ímyndir, það er að segja lyndiseinkunnir, sern endurtekist geta, hvaða aðferð lægi þá nær en sú, að sýna oss ýmisleg eintök sömu imyndar- innar? Svona fer náttúrufræðingurinn að, þegar hann fjallar um einhverja tegund. Hann telur upp helztu af- brigði hennar og lýsir þeim. Þessi eðlismunur harmleika og gamanleika, að harm- leikir eru um einstaklinga, en gamanleikir um sérstakar tegundir manna, kemur og fram á annan hátt. Hann kemur í Ijós undir eins og farið er að semja verkið. Hann birtist frá byrjun í tveim gagnólíkum athugunaraðferðum. *) persóna í frönskum sorgarleik. Þýð.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.