Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 55

Skírnir - 01.08.1906, Page 55
iSkírnir. Um listir. 247 bærðist í brjósti hans. Það er skrítinn misskilningur á :skáldlegu ímyndunarafli að halda, að það skapi hetjur sínar af pjötlum lánuðum hvaðanæfa í kring, eins og ef sauma ætti fíflsbúning. Það mundi ekki leiða neitt lif- .andi af sér. Lífið verður ekki sniðið upp aftur. Það verður að eins athugað. Skáldlegt imyndunaratt getur •ekkert annað verið en skýrasta sýn veruleikans. Virðist oss persónur þær sem skáldið skapar bera með sér blæ lífsins, þá er það fyrir þá sök, að þær eru skáldið sjálft, ;skáldið margfaldað, skáldið sem sökkvir sér niður í sjálft sig með svo öfiugri áreynslu athyglinnar, að það nær í tiltök veruleikans og leiðir til fullkomnunar í verki sínu það sem náttúran hefir að eins gert uppkast að eða lagt •drög til hjá skáldinu. Gamanleikir eru af alt annari athugun sprottnir. Það •er ytri athugun. Svo hnýsið sem gamanleikaskáldið kann að vera í það sem hjákátlegt er i manneðlinu, þá held eg ■ekki að það færi að leita þess hjá sjálfum sér. Hins vegar mundi það ekki finna það þar. Vér erum aldrei skoplegir nema frá þeirri hlið persónu vorrar, sem vér vitum ekki af sjálfir. Þessi athugun beinist því að öðr- um mönnum. En einmitt þess vegna fær athugunin al- mennan svip, sem hún getur ekki haft þegar maður snýr henni að sjálfum sér. Því þar sem hún beinist að yfir- Þorðinu, finnur hún að eins umbúðir persónanna, það sem margar þeirra eiga sammerkt í og geta líkst hver annari í. Lengra fer hún ekki. Og þó hún gæti það, mundi hún •ekki vilja það, af því hún væri þar engu nær. Að kanna persónurnar djúpt, tengja ytri verkanir við instu orsakir þeirra, væri að leggja í hættu og loks fórna því sem hlægilegt er í verkaninni. Vér freistumst að eins til að hlæja að einhverju, ef vér hugsum oss orsök þess fólgna í andlegum miðlungsskap. Verkanin má því í hæsta lagi virðast miðlungsháttar, bera vott um andlegan miðlungs- skap. Og eins og hvert annað meðallag finst þetta með því að bera saman það sem fyrir kemur á víð og dreif, jafna saman því sem sviplíkt er, draga úr þvi kjarnann

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.