Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 58

Skírnir - 01.08.1906, Page 58
•250 Islenzk höfuðból. Skirnir. Skamt fyrir sunnan Hóla er landnámsjörðin Hof. Það var í fornöld höfðingjasetur og hefir svo verið fram á 11. öld. Hólar eru ekki nefndir í Landnámu. Um miðbik 11. aldar hafa þeir Hofsverjar að líkindum fært bygð sína að Hólum. Um það leyti bjó sá maður á Hólum er Oxi hét Hjaltason, og hefir sjálfsagt verið af þeirri ætt. Hann liefir að líkindum látið gera fyrst kirkju á Hólum, sem sagt er að hafi verið veglegt hús, en brann upp með öllu skrúði sínu. Þykja mundi oss það höfðinglega gert, og í frásögur yrði það fært, ef einhver óðalsbóndinn á meðal vor risi upp af eignarjörð sinni og gæfi hana til almenningsnota, og það án þess að hann gæti haft nokkra hugmynd um, nð hann eða ættmenn hans framvegis gætu haft þess nokkur bein not fremur en almenningur yfirleitt. Að vísu ■er það ekkert sérlega fátítt, að einstakir menn hafi gefið til almenningsnota hér á landi, og áður var það miklu tíðara en nú, en oftast hafa það verið dánargjafir eða arf- leiðslur, miklu sjaldnar að menn hafi gefið og afsalað sér eign sinni og öllum afnotum af henni meðan þeir voru i lifanda lífi. Þetta átti sér stað fyrir 800 árum. Þá var afráðið af beztu mönnum þessarar þjóðar að reisa skyldi biskups- stól handa Norðlendingafjórðungi innan fjórðungsins. Þeg- ar um það var að velja, hvar biskupsstóllinn skyldi vera, bar auðvitað að taka tillit til þess, að jörðin væri stór og framfleytti stóru búi, því að auðsætt var, að fjölment yrði á biskupssetrinu. Biskuparnir voru svo miklir höfðingjar á þeim tímum, að ekki þótti annað hlýða en að með þeim væri allstór sveit manna. Þeir höfðu nokkurs konar hirð um sig eins og konungar, riðu t. d. með 14 menn um héruðin, sem voru heimamenn þeirra og kallaðir voru biskupssveinar, stundum hafa þeir jafnvel verið fleiri. A hinn bóginn varð jörðin að vera nálægt miðbiki biskups- dæmisins. Hentugast hefði sýnst, að biskupssetrið hefði verið i Eyjafirði og margar góðar jarðir voru þar þá eins og síðar, en hafa án efa ekki legið lausar fyrir. — Skaga-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.