Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.08.1906, Qupperneq 68

Skírnir - 01.08.1906, Qupperneq 68
260 Islenzk höfuðból. Skírnir. og á öllum stórhátíðum var sunginn latneski lofsöngurinn »Te deum« (Þér mikli guð). Á messudögum dýrlinganna voru lesnir upp kaflar úr æfisögum þeirra, helzt jarteinir; fór sá lestur ýmist fram á latínu eða íslenzku (norrænu), og voru kaflarnir, sem lesnir voru í hvert skifti, kallaðir »les«. Ræðuhöld uppbyggilegs efnis fóru stundum fram í kirkjunni, og á jólum, páskum og Maríumessum prédikaði biskupinn sjálfur, og engin messa þótti jafndýrleg eins og hin fyrsta biskupsmessa. Vitanlega voru þessar prédik- anir á íslenzku, en væri eigi prédikað blaðalaust, »af einu saman brjóstviti«, voru ræðurnar venjulega útleggingar. Auk þess voru haldnar árlega afarmargar messur, sem keyptar voru af einstökum mönnum og kallaðar voru »sálumessur«, það er að segja messur fyrir sálum framlið- inna. Ríkir menn og konur keyptu þess konar messur dýrum dómum, og gáfu stundum til þess heilar jarðir. Enn fremur voru »forboð« og »bönn« kirkjulegar athafnir, mjög svo viðhafnarmiklar athafnir, þegar kirkjan útskúf- aði einhverju barnanna sinna sökum afbrota og óhlýðni við boð hennar. Fáir menn þoldu til lengdar að vera i banni, án þess að ganga til hlýðni við heilaga kirkju. Og eftir að þeir höfðu þolað skriftir og greitt þau gjöld, sem á þá voru lögð, voru þeir aftur leystir opinberlega, því var lýst yíir á kór, að þeir væru aftur teknir í sátt við kirkjuna. En léttast mundi oss hafa þótt pyngjan þá á Hólum, því að fyrirgefningin kostaði oft ærið fé. í nánu sambandi við kirkju og kristindóm stóð skóla- haldið á Hólum í kaþólskri tíð. Frá kirkjunni kom menn- ingin, og gat eftir ástæðum ekki komið annarstaðar að. Kirkjan hafði með höndum allan menningarforða aldar- innar, og það var alveg undir henni komið, hvort og að hve miklu leyti hann kom almenningi að notum, eða varð almenningseign. Hið þjóðlega íslenzka mentalíf er að þakka hinu frjálslega fyrirkomulagi íslenzku kirkjunnar í fornöld.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.