Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 69

Skírnir - 01.08.1906, Page 69
Skírnir. Hólar í Hjaltadal og Hólabiskupsdæmi. • '< ÍWÍ Undir eins og biskupsstóll var reistur á Hólum kom þar upp skóli. Hlutverk þess skóla sýnist eingöngu hafa verið það. að búa menn undir klerklega stöðu. Utlendur kennari var fenginn fyrir skólann, og allar líkur eru til, að skólinn hafi eingöngu fengist við klerklegar mentir. Það er líka í góðu samræmi við alla stefnu Jóns biskups ögmundssonar að láta skólann að engu leyti fást við þjóð- leg fræði, því að honum mun ekki hafa verið hugleikið að halda mjög á lofti slíkum fræðum. Það gat naumast samrýmst við hans hákirkjulegu hugsjónir. Litlar sögur fara af þessum skóla á Hólum, en það sem vér um hann vitum bendir alt í sömu átt, að skól- inn hafi haldið sömu stefnu áfram eins og hann byrjaði, fengist eingöngu við klerklega mentun. Skólinn var blóm- legur á dögum Laurentius biskups (1323—30), og Egils biskups (1331—41), en um Laurentius vitum vér það sér- staklega, að hann var ákafur og einbeittur kirkjutrúar- maður, og svo mikill latínumaður, að hann virðist hafa talað hana sem móðurmál sitt. Þó ekki sé getið um skólahald á Hólum í kaþólskri tið tímum saman, má telja það víst, að venjulegast hefir verið þar eitthvert skólahald að nafninu. Það var óbein- línis kvöð sem lá á stólnum, enda er getið um að menn komu sonum sínum þangað til læringar, þótt um sama leyti sé ekki nefndur neinn skóli. (Frh.). Bjökn JÓNSBON.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.