Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 70

Skírnir - 01.08.1906, Page 70
Skírnir. Sturla Sighvatsson. Vígsterkur var nafnið sem hann hlaut í draumi ömmu sinnar Guðnýjar, og Sturla er ekki miklu friðlegra, enda fór þar raun eftir nafni. Var hann snemma mikill fyrir sér, eins og hann sýndi þegar hann fór í Miklagarð, til Þorvarðs að fala sverðið góða. Hugrekki hans má marka af því, hve djarflega hann sækir að Aroni Hjörleifssyni, kappanum, í Grimseyjarfjöru; var honum þó maðurinn vel kunnur, þar sem þeir höfðu verið leikbræður. En Hákon konungur sagði löngu síðar, er hann stóð yfir grefti Arons, að þar hefði »látizt eitt hið bezta sverð af« þegnum sínum, og var þá langt til jafnað. Söguritarinn Sturla Þórðarson segir ekkert af ytri ásýnd frænda sinna annara. En er hann hugsar til Sturlu Sighvatssonar á þingi eitt sinn, hrjóta honum þessi orð: »hygg ek, at fáir munu sét hafa röskligra mann«. Er það djúpt tekið í árinni, því að margt var þá röskra manna á Islandi. Af öðru, sem sagt er, má marka, að Sturla Sighvats- son hafi verið allra manna fríðastur. Solveig kona Sturlu var dóttir Sæmundar Jónssonar í Odda, en afi hennar var Jón Loftsson, hinn ókrýndi kon- ungur Islands. — Er eins og einhver kvöldroðafegurð yfir nafni Jóns Loftssonar, því að með æfi hans var lokið friðaröld íslands. Sturla virðist hafa unnað konu sinni Solveigu mjög, og ekki er þess getið, að hann hafi átt börn með öðrum

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.