Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1906, Side 71

Skírnir - 01.08.1906, Side 71
Skirnir. Sturla Sighvatsson. 263 konum eftir að hann giftist, en slíkt yar mjög títt um nðra höfðingja á Sturlungaöld. Solveig Sæmundardóttir hafði yerið augasteinn föður síns og skipaði hann svo til, að hún skyldi ganga jafnt til arfs við syni hans. En Snorri Sturluson, sem þeir bræður Sæmundarsynir fengu til að standa fyrir fjárskift- unum, »stillti svá til, at Solveig hafði svá nær allan kos- eyri af arfi þeim er hún rétti hendr til«. Hafði Snorra, sem var ekki siður fegurðarnæmur en fégjarn, þótt »allskeintilegt at tala við« Solveigu, og ef- laust heíir hann hugsað þar til kvonfangs, er hún var. Hefði verið gaman að sjá þeirra ferð, Snorra og Sol- veigar, er þau riðu frá Keldum; hún sennilega ein hin fríðasta kona á þessu kvennprúða landi, og hann óefað mesti snillingur einhver, sem verið hefir á Norðurlöndum. A þeirri ferð mættu þau frænku Solveigar, Hallveigu Ormsdóttur, »er þá var féríkust kvenna á íslandi« og sennilega féspör að því skapi; var bæði búnaður hennar og föruneyti fátæklegt, og þótti Snorra »hennar ferð heldur hæðileg ok brosti at«. Þó tók Snorri síðar Hallveigu til bús með sér, fjárins vegna, er öðru vísi fór en hann ugði, og Sturla Sighvats- son hafði fengið Solveigar. Væri hér mikið söguefni fyrir mann, sem með kynni að fara. En þetta, sem nú var drepið á, mun í byrjun hafa verið aðalrótin undir fjandskap Snorra og Sturlu, sem til svo mikils ills leiddi fyrir báða þá, og raunar fyrir alla þjóðina. Það er til marks um hversu vel Sturla, svo frekur sem hann var og fégjarn, kunni að meta snild og fróð- leik, að þegar lilé var á fjandskapnum milli þeirra frænda, lagði hann mikið kapp á að láta rita upp bækur þær, er Snorri setti saman. Sturlu Sighvatssyni hefir verið brugðið um grimd og sviksemi, og raunar ekki alveg að ástæðulausu.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.