Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 73

Skírnir - 01.08.1906, Page 73
Skírnir. Stnrla Sigkvatfeson. 265 Það nægir að nefna hér fátt til. Sturla Sighvatsson fór utan til þess að láta klerka suður í Róm hýða sig, svo að hann gæti fengið lausn fyrir víg Þorvaldssona. Hafði hann áður sett vin sinn Odd Alason (Olafsson) til »at gæta þingmanna sinna í Vest- fjörðum«. Þennan mann lét Orækja drepa á níðingsleg- asta hátt, íyrir alls engar sakir, að því er virðist. Margt fieira gerði Orækja á hluta Sturlu, og safnaði til sín versta illþýði, ræningjum og morðvörgum. Það var því engin furða þó að Sturlu þætti Orækja hafa verið býsna-stórvirkur í sinn garð, þegar heim kom. Er það skjótast frá að segja, að hann nær Orækju á sitt vald, fer með hann upp í Surtshelli og skipar að stinga úr honum augun; en ekki fylgdi þeirri skipun meiri al- vara en svo, að Orækja sá jafnt síðan sem áður. önnur meiðsl voru ekki gerð nema til hálfs. Einnig þetta langa og óþarfa ferðalag bendir til þess, að Sturla hafi eigi síð- ur ætlað að hræða hann en meiða, og ber það eftir at- vikum fremur vott um vægð en grimd. Eða hvernig ætli Þorvaldi Snorrasyni, eða Kolbeini unga, eða Gissuri, hefði farizt ef eins hefði staðið á? Munurinn á Sturlu Sighvatssyni og Kolbeini unga eða Gissuri Þorvaldssyni, er svipaður þeim, sem er, nokkru siðar, á frænda hans Þorgilsi Skarða og níðingnum Þor- varði Þórarinssyni. Göfuglyndi virðist jafnvel bregða fyrir í Sturlu eins og í Þorgilsi. Báðir eru þeir ofsamenn og fljótir til höggs ef þeir reiðast, en naumast grimdarseggir og manndráparar að eðlisfari, eins og hinir, sem nefndir voru. Munurinn á Sturlu og Þorgilsi annars vegar, en Kol- beini, Gissuri og Þorvarði hins vegar, er líkur þeim, sem eítir almannatrúnni, er á ljónum og tígrisdýrum. Raunar verður þó Gissuri og Þorvarði ekki líkt við tígra, án þess að gera þeim dýrum rangt til. Svo stórhuga var Sturla Sighvatsson, að hann ætlaði sér að verða konungur yfir Islandi, og var þó við ramma reip að draga.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.