Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1906, Side 74

Skírnir - 01.08.1906, Side 74
266 Sturla Sighvatsson. Skírnir. Efast þú aldrei um það, að eg ætla mér meira hlut en öðrum mönnum á Islandi, sagði hann við Gissur Þor- valdsson. Versta yfirsjón hans var það, að drepa ekki Gissur þegar þeir hittust við Apavatn, og víst kom honum það í hug. En hann var, eins og áður er sagt, enginn mann- drápari að eðlisfari, og gat illa unnið víg, eða látið vinna, óreiður. Hann gætti þess ekki, að hann átti við þá, sem voru »slægir sem höggormar« og grimmarí en tígrar, og aldrei mundu honum hlífa, ættu þeir ráð á lífi hans. Þá skoðun, að Sturla hafi ætlað sér að ná yfirráðum yfir öllu Islandi til að fá þau síðan í hendur Noregskon- ungi, hygg eg sprottna af misskilningi, þrátt fyrir það sem í Hákonarsögu segir. Sturla hafði í of ríkum mæli til að bera þá tegund föðurlandsástar, sem er ekkert annað en ást á sínum eigin yfirráðum, til þess að hann gæti tekið upp slíkt ráð. En vel getur hann af viðræðunum við slægðarkarlinn Hákon hafa stælst í þeirri hugsun, að ná undir s i g landinu öllu, og honum var auðvitað þökk á, að Noregskonungur styrkti hann í þeim stórræðum. Hyggindakarlinum Sighvati hefir nærri því ofboðið aðgangurinn á Sturlu, sem hann auðsjáanlega hefir unnað mjög mikið. »Hvé lengi mun haldask ofsi sjá hinn mikli er Sturla hefir um fram frændr vára aðra?«, spyr hann Má kumbalda og sjálfan sig. Og hann varar Sturlu við; með sinni einkennilegu kýmni, sem virðist ekki hafa yfir- gefið hann, fyr en á Örlygsstöðum, þar sem Kolbeinn ungi, er Sighvatur um tíma hafði verið nær því í föður stað, stangaði hann gamlan og uppgefinn með oddbrotnu spjóti. — Svo ferlega lýsti sér sú heift, sem á vorum tímum, ef til vill, einungis hefði getað fengið afrás í blaðagreinum og bakmælgi. — En kýmni Sighvats minnir mjög á andann, sem kem- ur fram víða í Eddu Snorra bróður hans, eða t. d í snild- arsögunni af Atta hinum dælska í Heimskringlu. Og hver veit; Sighvat hefir, ef til vill, ekki vantað annað en það,

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.