Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1906, Side 78

Skírnir - 01.08.1906, Side 78
270 Sturla Sighvatsson. Skírnir. »Þeir Kolbeinn riðu mjök at gerðinu* —- þar sem Sturla var fyrir með lið sitt — »áður þeir stigu af hest- um«. Menn Sturlu vilja nú hlaupa á þá meðan þeir eru að fara af baki, og verða þannig fyrri til að vekja orust- una. En Sturla bannar það, og tekur heldur þann kost að bíða átekta og var þó gerðið alveg ónýtt vígi. Drunginn og ónotin, sem í honum voru eftir ólofts- drauminn voru ekki horfin enn. En ef til vill hefðu úrslitin orðið á hinn veginn, ef Sturla hefði hafið áhiaupið, þó að óvinir hans væru liðfleiri. Frásagan um bardagann er fremur ógreinileg, enda hefir ekki verið auðvelt, þar sem svo margir börðust, að átta sig á því sem fram fór. Mikil aðsókn var að Sturlu og varðist hann drengi- lega. Beztu menn hans voru víst hvergi nálægir honum, aðrir en Lauga-Snorri, og »hlífði Snorri honum en eigi sjálfum sér«. Fékk hann því brátt mörg sár og stór og féll þar. Slíkrar hetju-trúmensku til dauðans er oftar getið í Sturlungu, og skína þau fögur dæmi bjart úr sorta svik- semi og níðingsskapar. Sturla var þrotinn af mæði og blóðrás og sennilega sár til ólífis, þegar hann hann sagði við Hjalta biskups- son »Grið frændi«. Gaf hann seint upp vörnina, þó að hann hafi sjálfsagt óttast það miklu meir en dauðann, að falla án þess að hafa náð prestsfundi. Hjalti var fús á að gefa Sturlu grið og gengur burt að sækja prest. En þá kom Gissur þar að, sem Sturla lá á jörðunni, mállaus og meir en hálfdauður, og var Gissur nú miklu djarfari við hann, en þá er þeir hittust við Apavatn áður. Gissur kastaði af honum hlifunum og stálhúfunni og mælti »hér skal ek at vinna«. Tók hann síðan breiðöxL af manni og hjó í höfuð Sturlu og fylgdi vel eftir.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.