Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1906, Side 81

Skírnir - 01.08.1906, Side 81
Skírnir. Ritdómar. 273 skiiið konuna eftir í Rvík; en ekki er óhugsandi, að þetta gæti •dulist stúlkunni, sem það snertir mest, af því hún í raun og veru v i 11 e k k i vita það. — Sérstaklega á tveim stöðum hefir höf. orðið það á að fara að skjra beint frá því, sem sagan sjálf leiðir í ljós, eg á við ljsinguna á síra Halldóri, bls. 69—70, og síðustu bls. bókarinnar, sem hvorutveggja er alveg ofaukið. —- Eg skal ekki spilla fyrir mönnum ánægjunni af að lesa bókina, með því að segja þeim efnið nákvæmlega. að eins geta þess, að hi'rn er ástasaga og ljsir átakanlega vel yndislegri íslenzkri sveita- stúlku, sem leggur alt í sölurnar fyrir þann sem hún elskar — líka það sem þyngst er banvænast fyrir svo hreina og göfuga sál, en það er að ljúga um faðerni barnsins síns og giftast til þess manni, sem hún í raun og veru hefir viðbjóð á. Höf. lýsir iileypi- dómalaust prestinnm, sem þiggur þessa þungu fórn, til að bjarga stöðu sinni og ytra áliti. Hann s/nir hvernig eðli hans, fortíð og ástæður allar leiða hann stig af stigi til að vinna það verk sem verst er, en það er að fórna öðrum og þagga niður drengskapar- röddina í brjósti sér, af eigingirnd og kjarkleysi. -—- í þessari bók talar lífið sjálft, eins og það birtist þeim sem horfir á það með glöggu skáldaauga. Halla er koua ógleymanleg hverjum þeim, sem einu sinni hefir séð hana í skuggsjá skáldsins, og óskandi væri að höfundi mætti auðnast að sýna oss enn margar slíkar perlur, sem eru fleiri en menn grunar í íslenzkum kotbæjum. G. F. FRÁ DANMÖRKU. Nokkrir fyrirlestrar til fróðleiks og skemtunar, ásamt kvæðum og myndum eftir Matth. Jochumsson. Á kostnað Gyldendals bókaverzlunar. Norræna forlag. Kaupmannahöfn 1906. Fyrsti kaflinn er um utanfarir fýr og nú, um Eyrarsund og Kaupmannahöfn; er henni mest lýst í ljóðum. 2. kafli um Sjáland, 3. um Jótland, 4. um Kristján 8. og hag Dana undir lok einveldis- ins. Lofar höf. konung mjög og flytur honum loks kvæði. 5. kafli um blómaæfi danskra bókmenta; þar er lýst helztu skáldum Dana um fyrri helming 19. aldar. 6. kafli um lista og vísinda- menn; þar er og getið helztu vísindastofnana Dana og æðri skóla þeirra. 7. kafli um alþýðumentuu þeirra, sérstaklega um alþýðu- háskóla, kennaraskóla og kvennaskóla. Þá er 8. kafli um lagaskifti í Danmörku (Stjórnarskiftin 1848) og ófriðinn (1849—50) og loks 9. kafli um íslendinga og Dani. Er þar nokkur tilraun til lýsing- 18

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.