Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 82

Skírnir - 01.08.1906, Page 82
274 Ritdómar. Skirnir. ar á lyndiseinkunnum þeirra. Yísar höf. að nokkru leyti til lýsingar Dr. Valtýs á íslendingum í »íslands Kultur ved Aarhundrede- skiftet 1900«, en sjálfur leggur höf. aðaláherzluna á það hvernig lifskjörin hafa skapað lyndiseinkenni þjóðarinnar. Segir hann þar meðal annars: »Eigi var svo vel, að fimm aldir eða lengur mætti nokkur sá viðburður, sem oftlega vakti erlendis heilar stéttir ti! samtaka, ef ekki heilar þjóðir, eg á við atburði, sem bera skyndi- lega að og neyða alla sem einn upp að standa og berjast fyrir til- veru sinni. Yér vorum fyrir fjarlægð vora og fátækt lausir við þá grýlu, sem hernaður heitir. Hver kotungur sat óhultur í sínu hreysi. En einnig það var ein orsökin til að festa félagsleysið og niðurdrepa trausti og trú á samtökum«. Er hér tekið fram eitt atriði, sem sjaldan er gaumur gefinn. Hann bendir á hin illu áhrif einangrunarinnar bæði út á við og heima fyrir og allra þeirra hörmunga, sem þjóðin hefir orðið að þola, en segir svo : »A hiun bóginn stafa og sum hin betri einkenni vors íslenzka þjóðernis og skapsmuna frá sömu áhrifum. í raunum sínum vandist þjóð vor á, að neyta sinna beztu hæfileika og beztu arfleifðar: íhugunar, fróðleiks og bókfræði. Hver önnur alþýða hefir geymt miklar bók- mentir og sumpart haldið þeim við og aukið þær öldum saman þrátt fyrir örbyrgð, ill húsakynni og ótal hrakninga?« — í lýs- ingunni á Dönum styðst höf. aðallega við ummæli danskra höfunda. — Eins og þetta stutta efnisyfirlit sýnir, er í bókinni saman komið svo mikið og fjölbreytt efni, að ekki er ráðrúm til að fara frekar út í einstök atriði. Svo sem vænta mátti er hún rituð af miklu fjöri og oft stigið á bak ljóðfáknum þegar fljótt verður yfir sögu að fara. Alls eru um 20 kvæði í bókinni og þykja mér þeirra bezt hin ljómandi snjöllu kvæði um Hróarskeldudómkirkju og um Grundtvig. Bókina prýða 76 ágætar myndir af mönnum, mannvirkjum og landslagi. Því miður er mikið af prentvillum, sem að vísu hafa sumar verið leiðréttar í ísl. blöðum. Að öðru leyti er ytri frágangur fyrirmynd, G. F. SUMARGJÖF. II. ár. Útgefendur: Bjarni Jónsson frá Vogi og Einar Gunnarsson. Rvik. Prentsm. Gutenberg 1906. Þetta er eigulegasta kver, fjölbreytt að efni, fróðlegt og skemti- legt. í því eru fræðandi greinar: »Taugakerfi mannsins og aðal- verkanir þess« (nafnlaust) »Bæjarstaðaskógur og nágrennið«, eftír

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.