Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 95

Skírnir - 01.08.1906, Page 95
Skirnir. Erlend tíðindi. 287 J ú n í 10. Seddon yfirráðgjafi í Nýja-Sjálandi, heimsfrægur stjórnskörungur, verður bráðkvaddur. 14. Hrannvíg á Gyðingum í Bielostock á Póllandi. 16. Þingi slitið í Kristjaníu. 20. Um 70 þýzkir blaðamenn koma til Englands í kynnisför og var fagnað forkunnarvel; sneru heimleiðis aftur 29. 24. Mylius-Eriksen leggur á stað frá Khöfn í 3 ára Græn- landsför á skipinu Danmark. 27. Landskjálftar á Bretlandi (Wales). Júlí 1. Járnbrautarslys hjá Salisbury á Englandi sunnan- verðu; 29 menn fengu bana, flestallir amerískir. 2 Fulltrúaþingið rússneska samþ. frumv. um að nema líf- látshegning úr lögum. 3. Brann Mikaelskirkja í Hamborg; 4 menn fengu bana. 10. Banatilræði við yfirmann Svartahafsflota Kússa, Tschuknine aðmírál. Hann lézt af sárum 2 dögum eftir. 12. Goremykin, yfirráðgjafi Rússakeisara, segir af sér embætti. Dreyfusmálið útkljáð í París. Hæstiréttur ónýtir her- dóminn í Rennes frá 1899. Þar með er Dreyfus alsýknaður. 14. Veginn í Pétursborg Koslow hershöfðingi, haldinn vera Trepoff landshöfðingi þar. 16. Ríkisþing sett í Khöfn, aukaþing vegna komu alþingis- manna meðfram; stóð viku. 18. Alþingismenn koma til Khafnar; hverfa heim aftur það- an 30. júlí. 21. Þingrof í Pétursborg. Stolypin gerist yfirráðgjafi Rússa- keisara í stað Goremykins. Keisari staðfestir stjórnarskrá fyrir Finnland. 23. Rússneskir þingmenn eiga með sér stefnulag í Viborg á. Finnlandi og samþykkja þar ávarp til þjóðarinnar. Hefst friðarvinaþing í Lundúnum, af þingmönnum frá ýmsum löndum, hið 14. í röð. 30. Fullger sæsími milli Hjaltlands og Færeyja. 31. Hermannauppreisn í kastalanum Sveaborg hjá Helsingfors á Finnlandi. A g ú s t 1. Meiri háttar samsæri og uppreisn í skipahernum riíssneska í Kronstadt. Frakkar láta Bretum eftir Tahitieyjar í Kyrrahafi. 4. Stórt gufuskip ítalskt, Sirio, brýtur við Spánarstrendur,, og drukna 300 manns.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.