Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1912, Page 6

Skírnir - 01.01.1912, Page 6
€ Listin að lengja lífið. í útlöndum er mikið farið að tíðkast að fá sér loftböð í stað vatnsbaða, og eru þau eflaust mikið góð. Þau eru einföld mjög og fólgin i því að klæða sig úr öllu úti á bersvæði og láta loftið leika um sig. Þegar sólin skín, fá menn um leið sólbað. Loftið og sólin hafa. í sameiningu injög holl og herðandi áhrif á hörundið. Snjóböð eru einnig mjög holl og hressandi og get eg mælt hið bezta með þeim, þar eð eg hefi kynt mér þau sjálfur stundum á veturna. Að endingu vil eg þó taka það fram, að mjög er var- hugavert fyrir þá, sem þjást af einhverjum sjúkdómi, að byrja á köldum böðum og líkamsherðingu. Þar verður ætíð að leita læknisráða, því margir hafa haft ilt af því. Sérstaklega má geta þess, að fyrir taugaveiklaðar mann- eskjur eru köld böð tíðum mjög varasöm. .9. heilrœði: Ilœfileg vi/nna. Það mun vera óviða í löndum, að það klingi jafnoft við og liér á Islandi, að menn segjast vera (og eru) orðn- ir slitnir og lúnir af erfiði. Og þó erfiða menn í öðrum löndum engu síður en hér. Það er algengt að hitta menn hér, bæði til lands og sjávar, sem eru farnir að bila af vinnu og striti, þegar þeir eru að eins komnir yfir fertugs aldur. Astæðuna til þessa hvgg eg vera þá, að menn vinna langtum ójafnar hér en annarsstaðar, en ckki, að menn að öllu samtöldu drýgi meira erfiði hér. Lands- hættir hjá oss koma mönnum til að lierða sig á sprett- um meir en þeir þola, með löngum hvíldum á milli, sem lina þróttinn. Þetta gildir jafnt sjómanninn, sem herðir sig af öllum mætti að ná í »gæsina meðan hún gefst«, og sveitamanninn, sem verður að nota tíðina — einkum á sumrin — eins vel og hægt er. Mannslíkaminn er eins og hver önnur vél, að hann stirðnar og skemmist af að standa ónotaður og óhreyfður. Og ekki síður skemm- ist hann af því, að honum er beitt óæfðum og óliðkuðum til erfiðrar vinnu með engum fyrirvara. Ef vér liggjum í rúminu nokkurn tíma, verða allir vöðvar slappir og

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.