Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 8

Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 8
8 Listin að lengja lífið. takast að ná þessu marki hjá helztu menningarþjóðunum, En þó má ekki skilja átta tíma hvíldina svo, að menn eigi þá að slæpast. Því þá væri til litils að vinna. Nei, hvíldin á að vera í því fólgin, að menn hvíli sig frá sínu aðalstarfi með einhverri vinnu eða áreynslu, sem þó er hvíld að. T. d.: sá sem hefir setið boginn yfir púlt við skriftir eða lestur i 8 tíma, hvílist á því að fara og vinna einhverja líkamlega vinnu, eða þreyta íþróttir. Og sá sem hefir t. d. unnið að slætti eða annari erfiðri líkamsvinnu, hvílist á því að setjast að skriftum eða lestri eða hlusta á kenslu í skóla, fyrirlestra eða þvi um líkt. Og það er hvíld fyrir skósmiðinn, klæðskerann eða trésmiðinn eftir 8 tíma vinnu að fara á skautum eða skíðum. Líkaminn hefir bezt af því að fá að neyta margvís- legrar orku. Það er því miður algengt, að menn eyði aldri sinum í iðjuleysi og láti líkamskraftana sjaldan fá að neyta sín. Afieiðingin verður sú, að vöðvarnir slappast, og að dreg- ur úr öllum andlegum og líkamlegum þroska. Líkaininn þolir heldur ekki einhliða vinnu, þó hæg sé, eins og lest- ur og skrift, í stöðugu kyrsetulífi. Lífið er ekki lifað nema tii hálfs með því móti. Meiri hluti allra vöðvanria er að- gerðalaus, hjartað vinnur þar af leiðandi slælega, blóðrás- in verður hægfara og þar við bætist, að þar sem andar- drátturinn er seinn og ófullkominn, þá fær blóðið ekki nema lítinn hluta af því súrefni, sem til þarf til að við- halda eðlilegum bruna í líkamanuin og halda öllum efna- breytingum hans í réttu horfi. Þegar nú hér við bætist, að kyrsetufólk á vanalega við ilt loft að búa í sólarlitlum herbergjum, þá er auðsætt hve ilt getur af því hlotist. Af hverju þarf líkaminn hvíldar við? Alt starf sem líkaminn vinnur, er start' hinna ótalmörgu frumla, sem hann er bygður úr. Hver frumla er lifandi vera og við lífsstarf hennar gefur hún frá sér úrgangsefni — eins og líkaminn í heild sinni, saur, þvag og svita. — Úrgangs- efnum frumlanna þarf að rýma burtu, því þau eru skað- leg; gangi burtrýming þeirra of seint, eins og þegar vinn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.