Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1912, Síða 93

Skírnir - 01.01.1912, Síða 93
ísland 1911. 93 «nn deilur út af þessu innan Sjálfstæöisflokksins og báru þeir, sem úánægðir voru, þegar fram vantraustsyfirlýsingu til hins nýja ráðherra i neðri deild, en henni var vísað frá með atkvæðagreiðslu, og lauk svo þeirri viðureign. Þegar i byrjun þings höfðu gæzlustjúrar Landshankans, er vikið hafði verið frá af ráðherra, kært til þingsins yfir aðförum hans gegn hankanum, sem frá var skýrt i Islandsfréttcm siðastl. árs, og setti þingið þá inn aftur í starfið, en gæzlustjórar þeir, er ráðherra hafði skipað, urðu að víkja. Einnig var í þingbyrjun nefnd skipuð til þess að rann- saka stjórnarathafnir Björns Jónssonar ráðherra yfir höfuð, og starfaði bún til þingloka, en hafði þó eigi bundið enda á rannsóknina. Meðal nýrra lagafrumvarpa, er samþykt voru, er frumvarp um breytingar á stjórnarskránni. Hin helztu breytingaatriði eru þau, að konungskosningar eru afnumdar i hinu nýja frumvarpi og þar af leið- andi breytt skipun efri deildar. Eiga 2/s hlutar hennar að verða kosnir með hlutfallskosningum um land alt. Kosningaréttur er mjög aukinn, konum veittur hann til jafns við karla og svo vinnufólki við bætt. Enn er sú breyting gerð, að felt er burtu ákvæðið um uppburð íslenzkra mála i rikisráði, en því var, svo sem kunnugt er, bætt inn i stjórnar- skrána 1903. Ekki var þó svo, að samhljóða væru skoðanir þingmanna um allar breytingar, er gerðar voru, og mættu sumar þeirra töluverðri mótspyrnu. En samþykt stjórnarskrárbreytinganna fylgdi að sjálfsögðu þingrof og nýjar kosningar. Kosningarnar fóru fram 28. október, og beið þá hinn fyrverandi stjórnarflokkur, Sjálfstæðisflokkurinn, algerðan ósigur, svo að Heimastjórnarmenn, ásamt flokksleysingjum þeim, er fylgt hafa þeim að málum i hinum síðustu deilum, skipa nú aftur meirihluta þingsins. Fyrir utan breytingarnar á stjórnarskránni er það nýmæli í lög- gjöfinni frá síðasta þingi, að konum er veittur réttur til námsstyrks við hina æðri skóla og til embætta að jöfnu við karlmenn. Annað nýmælið er stofnun háskóla i Reykjavík, er þó var undirbúin með lögum áður. Þetta ár, 17. júní,fvoru 100 ár liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta, var þann dag haldin þjóðhátíð um land alt. Aðalhátiða- haldið var í Reykjavík og í samband við það var sett setning háskóla Islands, og opnun iðnsýningar í Reykjavik og fyrsta iþróttamót Ung- mennafélaga íslands með almennri hluttöku hvaðanæfa af landinu. En nokkru síðar, 10. ágúst, var afhjúpað eirlíkneski af Jóni Sigurðssyni i Reykjavik, gert af Einari Jónssyni myndasmið, en reist fyrir almenn samskot meðal Islendinga bæði austan hafs og vestan. Yoru teknar tvær eirsteypur af myndinni og fengu Yestur-íslendingar aðra, en Iiana á að reisa i Winnipeg. Á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, Rafnseyri við Arnarfjörð, var og 17. júni afhjúpað annað minnismerki. Hátiðasam- komur voru þennan dag i öllum stærri kaupstöðum og auk þass víða í sveitum. Hið íslenzka bókmentafélag mintist Jóns Sigurössonar sér-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.