Gefn - 01.07.1871, Side 3

Gefn - 01.07.1871, Side 3
II 5 séð« heldur en útleggíng. |>að er auðséð að herra ritstjórinn hefir aptur augun á meðan hann er að lesa, eins og vinnu- maðurinn hans Sverrissens sáluga sem J>órður Sveinbjarnarson sagði að hefði látið herja sig blindandi1). J>að lá líka að, að ritstjórinn ekki gæti setið á sér með að gefa oss slettur fyrir skáldskap, pví það loðir lengst við hjá okkur. En hvað þessum »pólitisk-póetisku ærslum og skrípalátum«2 3) viðvíkur, þá skulum vér minna herra ritstjórann — sem vér að öðru leyti hér með sendum vort djúpasta Eespect — á þau pólitisk-póetisku ærsli og skrípalæti sem hann svo ótal sinnum hetir sjálfur haft í frammi; meðal annars á þíng- vallafundi 15. Aug. 1862n) þegar hann hélt svo dynjandi pólitisk-póetiska-skrípalátandi ærsla-ræðu á Lögbergi að dverg- máli kvað í hverjum hamri og »í því bili reið af hádegis- skothríðin á Artemise, og báru fjöllin drunurnar austr til Almannagjáai (a: til Jóns Guðmundssonar) svo að hún (o: hann) bergmálaði (o: phrat) við« — það var verst að það voru lánuð skot en ekki frá þeim herskipaflota sem herra Jón Guðmundsson et Collegae hafa ætlað að gefa oss Íslendíngum þegar þeir herrar með sínum pólitisk-póetisku ærslum og skrípalátum eru búnir að gera Island að konúngsríki á kostn- að Dana og klína á Islendínga öllum þeim krossum og titl- um sem herra ritstjórinn þykist fyrirlíta og kallar »heim- sku-prjál« af því hann hefir engan sjálfur 4). Og hvað því viðvíkur að herra ritstjórinn slettir í oss »Gandreiðinni«, þá skulum vér minna hann á það, að honum ber ekki að dæma um skáldskap og að allt þess háttar er fyrir ofan hann. Herra ritstjórinn hefir sjálfur verið í mörg ár á pólitisk- póetiskri gandreið eins og hans rassaköst og skrokkskjóður ') Sunnanp. 1835. 191. ’) þetta orð liefir J. G. tekið úr Gefn (bls. 16), því sjálfur kann hann ekki íslendsku heldur en hundur. 3) pjóðólfr 1862. 22. August. 4) þjóð. 1871. 13. Febr. í

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.