Gefn - 01.07.1871, Blaðsíða 68
70
maputra eða Iravaddi* 1) og á annan bóginn kallast ein af
efri kvíslum Indusfljótsins Sanpú og Sanpó, sem Ritter þýðir
»hinn mikla straum«, en Will. Jones2) »supreme bliss«,
hinn æðsta uuað, Ódáins-á, heimfært til rótarinnar san, að
gefa, veita; djambu jambu zampu o. s. fr. til rót. jam að
eta: báðar þessar hugmyndir geta runnið saman og átt hér við.
(Hér til kannske líka gamban, gambanreiði, g-sumbl, g-teinn
o: töfrastafur, wunschelruthe). Bæði Tíbet-áin Tsanpu, sem
verður að Bramaputra (syni Brama), og Indus-áin Sanpu,
Ódáinslindin, heita því sama naíni; en þess er og gætandi,
að þær spretta báðar upp þar sem kallast »vötnin helgu«
(Húmboldt ritar þau Manasa og Bavana-hrada; aðrir Mana-
sarowar Mansurwar og Rakastal, og enn aðrir líklega enn
öðruvísi); og þar sem báðar þessar heilögu ár og enheilögu
vötn voru, þar er ekkert ónáttúrlegt að hugsa sér þennan
helga brunn lífsins, sem kallaður var Sampo, og fluttist
með þjóðunum í gegnum tímann og yfir löndin eins og aðr-
ar hugmyndir. J>essu til styrkíngar er það enn, að nálægt
Aimer (á Ind.) er grafin vatnsdæld sem nefnist Poshkur eða
Pokhur, í klettum og torsóktum hamrabeltum, og haldin svo
mikill helgidómur að hún gengur næst Manasarowar; þar
er fullt af hörgum og blótstöllum og ýmsum furðulegum hlut-
um og þángað sækja ótal menn er trúa á þennan helgidóm 3).
J>essar ár eru straumar lífsins, að sumu leyti jarðneskar, en
að sumu leyti himneskar, eins og Rín og Eridanus; menn
mega ekki láta það villa sig þó hugmyndir þjóðtrúarinnar
hafi margvíslegan búníng, eins og það sama kemur hér fram
ýmist sem nægtahorn eða skál eða ker eða lcvörn, ýmist
*) = vervaða? Iravaddi er á sanskr. iravati samsett af ira vatn
og vati straumur, vindur o. s. fr. Um þessa blöndun ánna
sbr. Húmboldt, As. centr. 1, 14. Ritter, Asien III. 219. IV.
1. 161.
J) Asiat. Miscell. Vol. I. 258.
*) Ritter, Asien IV. 2. 911—13.