Gefn - 01.07.1871, Side 73
75
stað hjá enum finnslui (ijóðurn austur og norður frá: fiar
finnum vér en sömu goðanöfn sem hjá oss, þar voru helgir
lundir og líkneski, og þar voru enir sömu siðir og opt koma
fyrir á Norðurlöndum. þaö verður og ekki með neinu móti
sannað, að Norðurlanda mythi eða eddutrú sé ýngri en þjóð-
verja, og komin frá þeim, þó einlægt sé verið að stagast á
því; en hið upprunalega sameiginlega ariska þjóðlíf hefir
runnið vestur eptir í tveimur straumum sem ekki snertu
hvorr annann (nema mythice), annarr var norrænn en hinn
suðrænn; háðir þessir straumar fluttu með sér sögurnar um
Sigurð Pofnisbana, Völsúnga og Gjúkúnga og hvorr á sinn
hátt, og báðir þjóðstraumarnir áttu þessar sömu hugmyndir,
upp runnar af sömu rót, en sögurnar og Edda1) gengu alls
ekki sunnanað og norðureptir; þar á móti fréttist eitthvað
norðureptir um að þær væri líka til þar suðurfrá, og þessar
flugufregnir ollu því að sögumennirnir stundum vísuðu til
þjóðverja og þýskra kvæða og blönduðu nöfnum þaðan, en það
er ekki einn stafur fyrir að eddukvæðin eða Völsúngasaga
sé komin frá þýskalandi-), þrátt fyrir það að sagan gerist
þar, eins og ein saga ekki þarf að vera indversk eða persisk
fyrir það þó þar sé nefnd ljón eða f'ílar — það eru í raun-
inni allt öðruvísi sögur en þær sem þjóðverjar höfðu.
Sigurður Pofnisbani er bæði norrænn og suðrænn í einu,
hann er hinn sami og þó tveir. þó Snorri segi að Óðinn
‘) þ. e. sú kenníng um goðin og heiminn sem Snorri hefir fært
í letur og kallast Gylfaginníng og líka kemur víðar fram í forn-
ritum vorum Islendínga. Við þetta hafa sjálfir þjóðverjar kann-
ast, bæði Jak. Grimm í form. fyrir DM VIII og Wolí í zschr
fiir I)M und Sittenkunde I. 369. Án Snorra mundum vér lítið
vita um fornan átrúnað vorn, þó Senkovski liti öðruvísi á (AnO
1847 p. 44).
2) Satt að segjaer það alveg óvíst, hvort „Eín“ í Völsúngasögunum
endilega þurfi að vera sú þýska Rín, þó menn nú varla geti hugs-
að sér annað.