Gefn - 01.07.1871, Blaðsíða 52
54
til þess að ná þessu, var að komast yfh-ýmsar ógnir, eitur-
grafir og drápshellur. Úrarhorn er sagt að hafi verið »fullt
af eitri«, en enir kristnu rithöfundar, sem færðu sögurnar í
stílinn, geröu allt sem djöfullegast þeir máttu og ramskekktu
allan heiðindóminn, þó haun væri allt eins hreinn og tignar-
legur eins og kristnin; »eitur« merkir eitthvað kröptugt,
meir en mannlegt. Frá uppruna Úrarhorns er sagt í Stur-
laugssögu kap. 22: það var af dýri því er hét Ur, sem helst
ætti að vera = xiruxi; en af því vér vitum hversu óheppnir
fornir fræðimenn yfir höfuð voru í afleiðíngum orða, þá getur
oss dottið ýmislegt annað í hug ef vér íhugum nákvæmar hið
eiginlega eðli Úrarhornsins, sem vér þegar munum sýna; það
gæti verið af vogulisku vr, fjall (og sama orðið og »urð«);
það mætti og bera það saman við sanskr. urvara, frjósöm
jörð, varana, eldi, það að ala [á finnsku heitir uroruno drápa,
hetjukvæði; urruncum heitir á korn-axi (Varro): en »Úrar-
horn« þarf öldúngis ekki að vera norrænt orð fremur en
»Tjarnaglóti« og önnur slík orð] — það var svo ljómandi
sem á gull sæi og svo heilagt að ekki mátti berum höndum
á því taka; það er líka kallað silfurbolli') og hann var
fullur af rauðagulli og peníngum (o: alls nægtum); sjálfur
Jómali svarar þannig til Baals og Phallus, sem er mascu-
linum productivum; en Úrarhornið, skálin eða silfurbollinn
er það frjóvgaða, femininum receptivum, og þetta tvöfalda
merki uppá alfrjóvgan heimsins er grundvallarhugmyndin í
Mullenh. I>A. 1,483. Finnar kalla rafur „meren kulta“, sjáfar-
gull. Aethicus Cosmographus (L. 3. c. 36) talar um „specu-
lum electrinum“, rafspeigil, sem lýsi í sjáfardjúpi og se hafður
af þjóð þeirri norrænni er hann kallar Meopari. — Rafali (Re-
val, sem áður het Kolyvan og Lindanissa) gæti verið samsett
af raí-ala, rafstaður, þar sem rafur fæst; því Finnar hafa feng-
ið mörg orð frá Norðmönnum og Svíum; en „rafur“ og „röf“
má heimfæra til sanskr. ra, eldur, eða ravi, sól, eða þá rev,
að fljóta, synda.
') Herr. Bós. S. k. 8. Fms. IV. 300.