Gefn - 01.07.1871, Side 32
34
boreiskt sem lá miklu sunnar, til að mynda Dódónumenn í
Epírus og aðra í þessalíu o. s. fr., þó það raunar sé undan-
tekníngar. Hversu hneigðir Grikkir voru til að ímynda sér
undur í norðrinu, sést og á því, að þegar í pessalíu varð
allt fullt af undrum, þar voru Kentárar og Lapítar, og þar
var Olýmpus, bústaður guðanna, í norðri. Jafnvel lengst
til suðurs létu meun Hvperboreana ná, því bæði Etíópar og
Hesperidar áttu að vera af þeim komnir, að sögn Dionysius
Periegetes. Apollodorus (Bibl. 2, 5) setur Hesperídurnar í
samband við Hyperboreana og lætur Atlas vera hjá Hyper-
borennum, og þaðan er þessi ruglíngur kominn; en af
allri ferð Herkúlesar hjá Apollodorusi sést að þetta var í
norðri, en ekki í vestri; þetta sveim Herkúlesar um mörg
lönd táknar sólina sem fer yfir löndin og berst við ský
og storma, og ógurlega dreka, sem ætíð merkja myrkur í sögum.
Eg hef minnst á Hvperboreana í formálanum f'yiir »Ragna-
rökkri«, og eg skal nú hér segja nokkuð ítarlegar frá því
helsta um þá. Eg get ómögulega ímyndað mér að eins al-
gengar sögur og alkunnar geti verið tómur hugarburður, og
það því síður sem ýkjur og skáldsögur fornaldarinnar þvínær
ætíð reynast á einhverjum rökum bygðar. Eg tel raunar
upp staðina úr rithöfundunum eptir öldum og byrja á þeim
elsta, því í rauninni ætti að vera mest að marka þá sem
standa fornöldinni næst; en þar við er aðgætandi, að það
er ekki mjög áríðandi, því fornöldiu var miklu óbreytanlegri
en tíminn er nú: það sem menn þektu fimm hundruð árum
fyrir Krist, það þektu menn margt hvað óbreytt fimm hund-
ruð árum eptir Krist og enda seinna; þekkíngin á Hyper-
boreunum er hin sama allt frá Pindar og þángað til laungu
eptir Krists daga. Eustathius, sem ritaði á 12tu öld e. Kr.,
ritar öldúngis eins ogStrabon hafði ritað þá fyrir 1200 árum
(nema hvað hann dregur nokkuð úr).1) En áður en eg fer
‘) Eins ritar Basilíus mikli á 4. öld e. Kr. því nær eptir því
sem Aristoteles kendi, og jafnvel enn niður til vorra tíma hafa