Gefn - 01.07.1871, Side 62
64
gánga þar um1); »gullgjörð« Araba eða eiginleg Alchymia
er miklu ýngri og með öðru móti. Herodotus segir um
Massageta, er bygðu austur af Kaspíhali og allt að Altai-
fjöllum, að þeir hafi haft öll vopn af eiri og ógrynni gulls;
Ammíanus segir og um Húna, sem voru Fiunaþjóð, að þeir
hafi verið mjög gjarnir á gull (auri cupidine immensa flag-
rantes, Lib. 31, 2), og sýnir það menntan ogstendur í mót-
sögn við það sem hann annars segir af siðleysi þeirra.
Bolgarar eru kallaðir afkomendur Húna ogbygðufyrir sunn-
an Bjarmaland; þeir voru og auðugir mjög og »silfur-
Bolgarar« eru nefndir í annálum Kússa. Nú er ekkert eptir
af þessu gulli og silfri, því Norðmenn hafa eytt því og sóað.
Finnaþjóðir2) eru annars frægar fyrir eir og smíðar. í Úr-
') Gibbon, Decl. and Fall. etc. ch. 13. Húmboldt, Kosmos2,451.
’) Finnaþjóðir, sem og nefnast Tschud, eru ekki einúngis Finnar
á Finnlandi, heldur reiknast til þeirra margar þjóðir er ná
lángt austur í As u og eiga ser ýms nöfn: Olontsjanar Mord-
vinar Moksjanar Tseremissar Permar (Bjarmar) Yotjakar Syr-
janar (Petsorsar) Ugrar (sem Ungarar eru af komnir) Vogular
Ostjakar. Lappar eru og Finnar, og með Finnum teljast
Samojedar víst af Klaproth og Strahlenberg; enn eru og
Finnablendíngar: Bolgarar (Húnar) Avarar Kosarar Kúmanar
(Polovsar) o. fi. Allar þessar þjóðir hafa bygt norðurflæmi
As u og Austur-Evrópu fyrir laungu og eru „Hyperborear11.
Finnar kalla sjálfa sig Suomi Suomalaiset Suomalainen; Rússar
kalla þá Tschud (o: Skyta), en pjúðverjar og vér köllum þá
Finna, en það nafn held eg gildi ekki hjá Finnum sjálfum
nema að nokkru leyti; það kemur fyrst fyrir hjá Tacitusi, og
menn hafa leitt það af þýsku fenn, fen eðamýri; en það eral-
veg rángt; þjóðarnafnið hlýtur að finnast í þjóðinni sjálfri og
það er miklu nær að leiða það af van eða ven, sem er vatn á
slavisku, eða einhverju sl.ku orði þaðan, heldur en að hlaupa
strax í þýsku með allt og jafn vel með öldúngis óskyldarþjóð-
ir, þó ekki dugi að halda enum finnsku málflokkum svo ein-
streng ngslega fyrir utan þá slavisku, að þeir öldúngis ekki megi
koma saman, því þetta blandast og meingast á [ýmsan hátt.
(Cf. Diefenbacli Orig. europ. 210— 11).