Gefn - 01.07.1871, Side 60

Gefn - 01.07.1871, Side 60
62 (frá Noregi); þegar vér tökum þetta í sögulegri merkíngu, þá voru það Tschudar, finnskar þjóðir austur á Rússlandi og yfir í Asíu; viðureign Norðurlandabúa (Aríanna eða Ása- þjóðanna) við þá er opt lýst í ýmsum myndum, bæði í Eddu (að þórr var farinn í austurveg að berja tröll) og í ýmsum sögum. — Eg skal hér minna á orð Schwanbecks (í Megasthe- nis lndicis): að Aríarnir (Ásaþjóðin) voru umkríngdir af bar- bariskum þjóðum sem voru þeim öldúngis ólíkar1), eins og lika Norðmannastofninn ætið aðgreinir sig frá Finnum og Slövum. — f>essar gullsögur gengu og hjá Grikkjum: vér höf- um minnt á gullauðinn í Apollonshofi norðurheims, og vér höfum enn aðrar sögur. Stephanus Bysantius nefnir hyper- boreiska þjóð, sem hann kallar Tarkynii, þar áttu drekar að liggja á gnlli, og orðið dreki getur falist í orðmyndinni Tar- kynii (dreki — ðspxou — dorcas) — það gæti verið spurs- mál um hvort þessi þjóð sé ekki sú sama sem Aethicus (cap. 31) kallar Griphes gentes (sb. cap. 49 uni Gripho, skipasmiö og hagan á gull og eir); þar átti að vera gull mikið og sú þjóð bygði í norðurheimi, og þessum sögum hefir kannske verið sleugt saman við Arimaspana, sem Herodotus segir að hafi barist um gullið við stóra dreka. Sumar gullsögur- nar voru ímyndanir, bygðar á náttúruhlutum: sumpart á sólar- Ijómanum, sem fréttist að þar væri nótt sem dag, sumpart á gulllegum ljóma sem skein af sumum stöðum, sem vér getum ímyndað oss að sé eins og við Elton-vatnið, sem er í nátid við Kaspíhafið: Kirgísarnir kaila það Jalton-noor (gull-hafið: Jaltou er sama sem Elton og sama sem Altai, gull; noor er vatn) af því vatnsbakkarnir ljóma sem á gull eitt sjái þegar sól setst. f>að var ekki nóg með það að Ktesias (300 árum f. Kr.) getur um gulllind (rennandi gull) á Judíalandi (menn hafa getið til að það mundi hafa verið bráðið járn í l) eins og árstraumar sem renna saman en ekki blandast: áAÁá ré ptv xa&únsp&sv éncpþéec, rtur é'Áacov segir Hómer (II. II. 754).

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.